Hinrik Bjarnason (1934-)

Hinrik Bjarnason er kunnur fyrir störf sín hjá Ríkisútvarpinu en hann starfaði þar að heita má í þrjá áratugi, Hinrik er þó ekki síður þekktur fyrir söngtexta sína en sumir þeirra eru sígildir og hafa verið sungnir kynslóð fram af kynslóð. Hinrik Bjarnason fæddist sumarið 1934 á Stokkseyri og ólst þar upp fram að fermingu…

Hljómplötuútgáfan [útgáfufyrirtæki / umboðsskrifstofa] (1967-81)

Hljómplötuútgáfan var umsvifamikið útgáfufyrirtæki á sínum tíma en sögu þess má skipta í tvennt eftir eigendum. Hljómplötuútgáfan sf. hafði verið stofnuð árið 1967 og voru þrír ungir menn þá starfandi hjá Ríkissjónvarpinu upphafsmenn þess – þeir Andrés Indriðason, Hinrik Bjarnason og Jón Þór Hannesson voru þar á ferð en sá síðast taldi mun hafa staldrað…

Stundin okkar [annað] (1966-)

Lífseigasti sjónvarpsþáttur íslenskrar fjölmiðlasögu er Stundin okkar en þátturinn hefur verið á dagskrá Ríkissjónvarpsins frá upphafi stofnunarinnar og allt fram á þennan dag. Stundin okkar sem lengst af hefur verið á dagskrá sjónvarpsins á sunnudagseftirmiðdögum, hóf göngu sína í desember 1966 og var í fyrstu í umsjón Hinriks Bjarnasonar, þátturinn hefur síðan þá verið nánast…

Rannveig og Krummi (1967-69)

Tvíeykið Rannveig og Krummi var fyrstu kynslóð ungra sjónvarpsáhorfenda sérlega minnisstætt en þau voru góðkunningjar íslenskra barna á árunum 1967-69 og var sárt saknað lengi á eftir. Þegar Ríkissjónvarpið hóf göngu sína haustið 1966 kom fljótlega fram krafa um vandað sjónvarpefni fyrir börn. Kallinu var svarað snarlega með þættinum Stundinni okkar, sem reyndar er löngu…

Pass [1] (1979-85)

Hljómsveitin Pass var stofnuð í Mosfellssveit 1979 og innihélt meðlimi sem síðar voru þekktir undir nafninu Gildran. Sveitin spilaði þungt rokk og voru sveitarmeðlimir Karl Tómasson söngvari og trommuleikari, Birgi Haraldsson söngvari og gítarleikari, Þórhallur Árnason bassaleikari og líklega gítarleikarinn Hákon Möller, þeir þrír fyrst töldu höfðu stofnað sveitina. Á einhverjum tímapunkti var Einar S.…