Afmælisbörn 28. júní 2025

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Barnastjarnan og söngkonan Katla María (Gróa) Hausmann er fimmtíu og sex ára gömul. Margir muna eftir henni í kringum 1980 en um það leyti komu út fjórar plötur með henni. Lög eins og Lítill Mexíkani, Ég fæ jólagjöf, Rúdolf og Prúðuleikararnir urðu feikilega vinsæl og um…

Hljómsveit Sverris Garðarssonar (um 1947-55 / 1961-62)

Sverrir Garðarsson var fyrst og fremst kunnur fyrir aðkomu sína að félags- og réttindamálum tónlistarmanna, m.a. sem formaður FÍH en hann var einnig lengi starfandi tónlistarmaður og starfrækti hljómsveitir í eigin nafni einkum áður en félagsstörfin tóku yfir. Fyrsta hljómsveit Sverris var í raun skólahljómsveit í gagnfræðideild Austurbæjarskólans þar sem hann var við nám en…

Hljómsveit Hauks Morthens (1962-91)

Stórsöngvarinn Haukur Morthens starfrækti hljómsveitir í eigin nafni um árabil, nánast sleitulaust á árunum 1962 til 1991 en hann lést ári síðar. Sveitir hans voru mis stórar og mismunandi eftir verkefninu hverju sinni en honum hélst ótrúlega vel á mannskap og sumir samstarfsmanna hans störfuðu með honum lengi. Haukur Morthens var orðinn vel þekkt nafn…

Afmælisbörn 28. júní 2024

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Barnastjarnan og söngkonan Katla María (Gróa) Hausmann er fimmtíu og fimm ára gömul. Margir muna eftir henni í kringum 1980 en um það leyti komu út fjórar plötur með henni. Lög eins og Lítill Mexíkani, Ég fæ jólagjöf, Rúdolf og Prúðuleikararnir urðu feikilega vinsæl og um…

Hljómsveit Árna Elfar (1958-64 / 1981-85)

Píanistinn og myndlistarmaðurinn Árni Elfar starfrækti nokkrar hljómsveitir á starfsævi sinni, hann hafði t.a.m. verið með tríó sem starfaði á árunum 1952-53 en árið 1958 stofnaði hann danshljómsveit sem starfaði um nokkurra ára skeið á skemmtistöðum Reykjavíkur undir nafninu Hljómsveit Árna Elfar og var þá á meðal vinsælustu hljómsveita landsins. Tildrög þess að Hljómsveit Árna…

Hjörleifur Björnsson (1937-2009)

Tónlistarmaðurinn Hjörleifur Björnsson var kunnur bassaleikari á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, lék með nokkrum danshljómsveitum áður en hann freistaði gæfunnar erlendis en hann bjó og starfaði í Svíþjóð megnið af ævi sinni. Hjörleifur Baldvin Björnsson var fæddur (sumarið 1937) og uppalinn á Akureyri, hann byrjaði sinn tónlistarferil sem gítarleikari en færði sig fljótlega…

Orion [1] (1956-58)

Nokkrar hljómsveitir hafa gengið undir nafninu Orion, sú fyrsta á sjötta áratugnum en hún bar ýmist nafnið Orion kvintett eða Orion kvartett, fyrrnefnda nafnið þó mun lengur. Sveitin varð að öllum líkindum fyrsta íslenska hljómsveitin til að fara í útrás. Það var gítarleikarinn Eyþór Þorláksson sem stofnaði Orion kvintett á fyrri hluta árs 1956 en…

Tríó Gunnars Reynis Sveinssonar (1956)

Gunnar Reynir Sveinsson víbrafónleikari og tónskáld mun hafa hætt í KK sextettnum árið 1956 til að stofna tríó í eigin nafni sem gekk ýmist undir nafninu Tríó Gunnars Reynis Sveinssonar eða Tríó Gunna Sveins. Tríóið varð líklega ekki langlíft en náði þó að leika fjögur lög inn á tvær plötur með Hauki Morthens, þekktast þeirra…

The Immigrants (1999-)

Djasssveitin The Immigrants (einnig nefnd The Jazz immigrants) er að meiri hluta til íslensk en hefur starfað í Svíþjóð um árabil. The Immigrants var stofnuð 1999 í Stokkhólmi og hefur starfað með hléum, í upphafi voru meðlimir sveitarinnar Halldór Pálsson saxófón- og flautuleikari, Hjörleifur Björnsson bassleikari, Erlendur Svavarsson trommuleikari, George Nistor trompet- og flygelhornleikari (frá…

Hljómsveit Ingimars Eydal (1953-93)

Hljómsveit Ingimars Eydal er þekktasta hljómsveit Akureyrar fyrr og síðar og skapaði sér mikla sérstöðu á ballmarkaðnum þegar frægðarsól hennar skein hvað hæst á sjöunda og áttunda áratug 20. aldarinnar. Sérstaðan fólst einkum í því að elta ekki tískustrauma bítla og hippa heldur að fara eigin leiðir með blandað prógramm sem fólkið vildi en Ingimar…