Villikettirnir [1] (um 1970)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði eitt sinn á Skagaströnd og gekk undir nafninu Villikettirnir (eða Villikettir), sveitin var stofnuð árið 1970 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Villikattanna fyrsta árið að minnsta kosti voru þeir Hallbjörn Hjartarson [?], Helgi Gunnarsson [?] og Hjörtur Guðbjartsson [?] en engar upplýsingar er…

Tíglar [2] (um 1965)

Hljómsveitin Tíglar starfaði á Skagaströnd um miðjan sjöunda áratug 20. aldar og gæti hafa verið starfandi í um fjögur ár, jafnvel lengur. Meðlimir Tígla voru Hjörtur Guðbjartsson gítarleikari, Reynir Sigurðsson trommuleikari, Steindór Haraldsson bassaleikari og Bergur Jón Þórðarson söngvari og gítarleikari.

Kátir félagar [5] (1963-75)

Kátir félagar úr Reykjavík var danstríó sem sérhæfði sig einkum í gömlu dönsunum en sveitin starfaði á árunum 1963-75. Félagarnir kátu voru Gunnar S. Gunnarsson gítarleikari, Guðmundur Óli Ólason harmonikkuleikari og Jóhannes B. Sveinbjörnsson trommuleikari, þremenningarnir sungu allir. 1969 hætti Gunnar í sveitinni en Hjörtur Guðbjartsson tók við af honum og lék með þeim þar…

Janus (1980-83 / 2004-)

Hljómsveitin Janus starfaði á Skagaströnd fyrir margt löngu og hafði að geyma gítarleikarann Guðmund Jónsson (Sálin hans Jóns míns o.fl.) en hann var þá um tvítugt. Sveitin sem var að öllum líkindum stofnuð 1980 og starfaði í að minnsta kosti þrjú ár var endurvakin 2004 og hefur komið saman reglulega síðan þá, m.a. lék Janus…