Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar (1949-60)

Tónlistarmaðurinn Stefán Þorleifsson starfrækti hljómsveitir um árabil um og eftir miðja síðustu öld en sú sem lengst starfaði lék nokkuð samfleytt á árinum 1949 til 1960. Sveit Stefáns var allþekkt en lék aldrei inn á hljómplötur meðan hún starfaði. Stefán hafði árið 1947 starfrækt hljómsveit sem gekk undir nafninu Swingtríó Stefáns Þorleifssonar og er fjallað…

Guðjón Pálsson (1929-2014)

Ferill Guðjóns Pálssonar píanóleikara frá Vestmannaeyjum telst vægast sagt margbreytilegur og spannar í raun meira og minna alla hans ævi, hann hóf snemma að leika á píanó, var í hljómsveitum, starfrækti hljómsveitir, var undirleikari, organisti, kórastjórnandi og tónlistarkennari víða um land. Guðjón fæddist í Vestmannaeyjum 1929, hann var farinn að leika á píanó um tólf…

Ragnar Bjarnason (1934-2020)

Ragnar Baldur Bjarnason (f. 1934) er einn ástsælasti dægurlagasöngvari íslenskrar tónlistarsögu. Hann var sonur Bjarna Böðvarssonar og hlaut tónlistina beint í æð en Bjarni rak eigin hljómsveit um árabil. Móðir Ragnars, Lára Magnúsdóttir var ennfremur dægurlagasöngkona, líklega ein sú allra fyrsta hér á landi. Tónlistarferill Ragnars hófst reyndar á því að hann lék á trommur…