Afmælisbörn 23. september 2025

Að þessu sinni eru þrjár söngkonur á afmælislista Glatkistunnar: Þingeyingurinn Erla Stefánsdóttir söngkona hefði átt afmæli á þessum degi. Erla fæddist 1947, fluttist ung til Akureyrar og gerðist þar söngkona hljómsveitarinnar Póló. Lagið Lóan er komin varð vinsælt í flutningi hennar á lítilli plötu 1967 en Erla átti eftir að syngja mörg lög inn á…

Hólmfríður Benediktsdóttir (1950-)

Hólmfríður Benediktsdóttir hefur sett mikinn svip á tónlistarstarf í S-Þingeyjarsýslum síðustu áratugina, bæði sem söngkona og kórstjórnandi en hún hefur stjórnað ógrynni kóra af ýmsu tagi, einkum barnakórum í gegnum tíðina. Hólmfríður Sigrún Benediktsdóttir er fædd 1950 – hún er Húsvíkingur að uppruna en fór suður til Reykjavíkur, fyrst í kennara- og tónmenntakennaranám og svo…

Sólseturskórinn [2] (1992-)

Á Húsavík hefur um langt árabil starfað kór eldri borgara, lengst af undir nafninu Sólseturskórinn (stundum með rithættinum Sólseturkórinn). Kórinn mun hafa verið stofnaður árið 1992 en líklega liðu fjölmörg ár áður en hann hlaut nafnið Sólseturskórinn, líklega var það ekki fyrr en um aldamót. Reyndar eru upplýsingar almennt mjög takmarkaðar um þennan kór einkum…

Barnakór Húsavíkur [1] (1974-91)

Barnakór Húsavíkur starfaði á Húsavík í fjölmörg ár undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur. Kórinn var líklega stofnaður haustið 1974 og starfaði til ársins 1991 en lagðist þá í dvala. Hann var síðan endurvakinn mörgum árum síðar og var þá einnig undir stjórn Hólmfríðar. Upplýsingar eru afar takmarkaðar um þennan kór.

Barnakór Borgarhólsskóla (1996-)

Barnakór hefur verið starfandi við Borgarhólsskóla á Húsavík frá árinu 1996 að minnsta kosti. Line Werner var stjórnandi kórsins lengi vel en Hólmfríður Benediktsdóttir hefur stjórnað honum síðustu árin. Ekki liggur fyrir hvort kórinn er starfandi ennþá en upplýsingar þ.a.l. mætti gjarnan senda Glatkistunni auk annarra upplýsinga um þennan kór.

Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju (1992-)

Saga Barna- og unglingakórs Akureyrarkirkju er eilítið flókin þar eð um tvo eiginlega kóra er/var að ræða sem hafa sungið við ýmis opinber tækifæri norðanlands og víðar reyndar, bæði innan kirkjunnar og utan hennar. Upphaf kórastarfsins nær aftur til haustsins 1992 þegar barnakór var settur á laggirnar við Akureyrarkirkju en hann var ætlaður börnum níu…

Samkór Húsavíkur [3] (2001-09)

Samkór Húsavíkur var starfandi um nokkurra ára skeið á árunum 2001-09 í bænum en starfsemi hefur legið niðri síðustu árin. Kórinn var stofnaður árið 2001 og var Hólmfríður Benediktsdóttir stjórnandi hans fyrst um sinn en Lisa McMaster tók síðan við af henni. Meðlimir kórsins voru iðulega á bilinu þrjátíu til fjörutíu talsins en sá háttur…