Hörður Hákonarson (1938-2021)

Hörður Hákonarson ljósmyndari var harmonikkuleikari og lagahöfundur sem ekki fór mikið fyrir en hann vann í nokkur skipti til verðlauna í danslagakeppnum sem haldnar voru sjötta og sjöunda áratugnum, og reyndar einnig síðar. Hörður var Reykvíkingur, fæddur 1938 og var um sextán ára gamall þegar hann hóf að nema harmonikkuleik hjá Karli Jónatanssyni harmonikkuleikara og…

Hljómsveit Harðar Hákonarsonar (1960)

Hljómsveit Harðar Hákonarsonar starfaði árið 1960 en þá lék þessi sveit á dansleik sem sjálfstæðisfélagið á Seltjarnarnesi hélt í félagheimilinu Hlégarði í Mosfellssveit. Hörður Hákonarson var harmonikkuleikari en ekki liggur fyrir hverjir léku með honum í hljómsveitinni eða hver hljóðfæraskipan hennar var, þá vantar einnig upplýsingar um hversu lengi þessi sveit starfaði og er óskað…

Nonni og mannarnir (1988-89)

Nonni og mannarnir var sunnlensk hljómsveit skipuð meðlimum um tvítugt úr Árnes- og Rangárvallasýslum, og lék á sveitaböllum á Suðurlandsundirlendinu 1988 og 89. Meðlimir sveitarinnar voru Nonni eða Jón Arnar Magnússon trommuleikari, Lárus Ingi Magnússon söngvari, Þórir Gunnarsson bassaleikari, Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari og Hörður Hákonarson gítarleikari. Sveitin hætti störfum haustið 1989 þegar Jón Arnar tók…

Eftirlýst (1993)

Hljómsveitin Eftirlýst var hvorki áberandi né langlíf í íslenskri tónlistarsögu, raunar eru bara til heimildir um að hún hafi leikið eitt kvöld opinberlega, sumarið 1993, en þá hafði hún starfað í um tvo mánuði. Það kvöld voru meðlimir hennar söngkonan Jóna De Groot en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Óðinn B. Helgason bassaleikari, Hörður Hákonarson gítarleikari,…

Trinity [1] (1980-86)

Hljómsveitin Trinity frá Selfossi starfaði á níunda áratug síðustu aldar en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum. Sveitin var stofnuð haustið 1980 og þá voru meðlimir hennar líklega allt niður í tíu ára gamlir, þeir félagar áttu svo eftir að leika á skólaböllum um nokkurra ára skeið og starfaði sveitin að líkindum til ársins 1986. Meðlimir…