Skítkast (um 1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Skítkast og var frá Ísafirði kom að minnsta kosti einu sinni fram á dansleik í Hnífsdal í kringum 1980 en sveitin var eins konar grínatriði meðlima Danshljómsveitar Vestfjarða og Helga Björnssonar, sem síðar varð þekktur sem söngvari. Grínið gekk út á að koma fram sem pönksveit en meðlimir Danshljómsveitar Vestfjarða skiptu…

Berb (um 1972)

Unglingahljómsveitin Berb frá Ísafirði starfaði á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar, hugsanlega í eitt eða tvö ár. Stórsöngvarinn Helgi Björnsson var í þessari sveit sem mun hafa verið hans fyrsta hljómsveit, sem og Hörður Ingólfsson en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi þessarar merku sveitar.

Ýr (1973-78)

Ísfirska hljómsveitin Ýr varð ein fyrst rokksveita af landsbyggðinni til að gefa út plötu en þekktust er hún líklega fyrir framlag sitt, Kanínuna, sem Sálin hans Jóns míns gerði síðar sígilt. Ýr var stofnuð á Ísafirði haustið 1973 og voru stofnmeðlimir sveitarinnar Hálfdan Hauksson bassaleikari (B G & Ingibjörg), Guðmundur Þórðarson gítarleikari, Rafn Jónsson (Rabbi)…

Danshljómsveit Vestfjarða (1977-81)

Danshljómsveit Vestfjarða var starfrækt á Ísafirði 1977–81. Hún var stofnuð 1977 af nokkrum meðlimum hljómsveitarinnar Ýrar, sem þá hafði verið starfandi síðan 1973. Meðlimir sveitarinnar voru Rafn Jónsson trommuleikari, Reynir Guðmundsson söngvari, Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleikari og Örn Jónsson, sem allir höfðu verið í Ýr, auk þeirra voru Sven Arve Hovland gítar- og trompetleikari og…