Spoon (1992-96)

Hljómsveitin Spoon vakti verðskuldaða athygli um miðbik tíunda áratugarins en sveitin sendi þá frá sér plötu og náðu tvö lög hennar miklum vinsældum. Spoon kom jafnframt söngkonunni Emilíönu Torrini á kortið og flestir þekkja feril hennar eftir það. Spoon hafði verið stofnuð 1992 og átti sér rætur í samspili hjá Stefáni Hjörleifssyni í FÍH tónlistarskólanum,…

SRV (1995)

Hljómsveit sem bar nafnið SRV (sem var skammstöfun á einhverjum blues- eða soul tónlistarmanni sem Glatkistunni hefur ekki tekist að ráða í) var skammlíf sveit sem lék líklega aðeins einu sinni opinberlega, vorið 1995 á Gauki á Stöng. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Örn Jónsson hljómborðsleikari sem titlaður var hljómsveitarstjóri, bræðurnir Örlygur Smári söngvari og…

Gullfoss [1] (1998 / 2001)

Gullfoss mun hafa verið gleðisveit mönnuð þekktum tónlistarmönnum sem starfaði í stuttan tíma – tvisvar af því er virðist. Annars vegar var það sumarið 1998 en þá voru meðlimir sveitarinnar Sigurður Gröndal gítarleikari, Björn Jörundur Friðbjörnsson söngvari, Ólafur Hólm trymbill, Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari og Ingi S. Skúlason bassaleikari en auk þess mun saxófónleikari hafa verið…

Mood á BAR 11

Eftir langt hlé kemur blúshljómsveitin Mood saman á BAR 11 Hverfisgötu 18, laugardagskvöldið 18. apríl klukkan 22:00. Sveitina skipa: Beggi Smári söngvari og gítarleikari Friðrik G. Júlíusson trommuleikari Ingi S. Skúlason bassaleikari Tómas Jónsson hljómborðsleikari  

Siggi og SIM (2000)

Hljómsveit Siggi og SIM var starfandi árið 2000, SIM stendur fyrir Skóbúð Imeldu Marcos. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Örn Jónsson söngvari, gítar- og hljómborðsleikari, Bergþór Smári gítarleikari, Ingi S. Skúlason bassaleikari og Friðrik Júlíusson trommuleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitinar.