Flugfrakt (1980)

Vorið 1980 var stofnuð hljómsveit á Akureyri sem gekk undir nafninu Flugfrakt, sveitinni var ætlað stórt hlutverk og byrjaði á því að senda út fréttatilkynningu á alla fjölmiðla landsins þess efnis að hún myndi leika á fjölda dansleikja á næstunni og með fylgdi símanúmer. Sveitin spilaði hins vegar aldrei opinberlega og dó drottni sínu fljótlega.…

Gott í skóinn (1991)

Jólalagadúettinn Gott í skóinn starfaði á aðventunni 1991 á Akureyri og skemmti með söng og hljóðfæraleik á veitingastaðnum Uppanum. Það voru bræðurnir Sigfús hljómborðsleikari og Ingjaldur gítarleikari Arnþórssynir sem skipuðu dúettinn en þeir sungu jafnframt báðir.

Möðruvallamunkarnir (1982-83)

Hljómsveitin Möðruvallarmunkarnir frá Akureyri (einnig nefndir Munkarnir) starfaði um nokkurra mánaða skeið 1982 og 83, nafn hennar var fengið frá Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi en hann skrifaði á sínum tíma leikritið Munkana frá Möðruvöllum. Sveitin var stofnuð síðla árs 1982 og var skilgreind sem rokksveit en innihélt engu að síður engan gítarleikara. Meðlimir hennar voru…

Skarr [1] (1982)

Skarr var hljómsveit sem starfaði á Akureyri 1982 en mun ekki hafa spilað opinberlega, ekki er ljóst hverjir skipuðu sveitina aðrir en Ingjaldur Arnþórsson, Hreinn Laufdal og Sigfús Arnþórsson. Hvergi kemur fram hvernig skipan hljóðfæra var í Skarr.