Rakarinn í Sevilla á sviði Íslensku óperunnar

Hin vel þekkta gamanópera Rossinis, Rakarinn í Sevilla, er næsta verkefni Íslensku óperunnar og verður frumsýning þann 17. október næstkomandi í Eldborg í Hörpu. Með titilhlutverkið, hlutverk rakarans Fígaró, fer baritónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem sló rækilega í gegn í Don Carlo hjá Íslensku óperunni síðastliðið haust og var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum…

Nýr óperustjóri tekinn við Íslensku óperunni

Steinunn Birna Ragnarsdóttir er komin til starfa sem nýr óperustjóri við Íslensku óperuna og tekur við starfinu af Stefáni Baldurssyni sem verið hefur óperustjóri frá 2007. Steinunn Birna var tónlistarstjóri Hörpu frá árinu 2010. Hún tók nýverið þátt í ráðstefnu ISPA (International Society of Perfoming Arts) í Malmö og hélt þar erindi um þróun listastofnana…

Leikhústónlist og kabarettlög

Búast má við mikilli dramatík og prímadonnustælum á síðustu hádegistónleikum Íslensku óperunnar í vetur, þar sem leikhústónlist og kabarettlög úr smiðju Kurt Weill verða í aðalhlutverki. Þá mun Ingveldur Ýr Jónsdóttir flytja tónlist úr smiðju þýska söngleikjameistarans, en hún er þekkt fyrir að syngja jafnt óperutónlist sem söngleikja- og kabaretttónlist. Píanóleikari er Antonía Hevesi. Tónleikarnir…

Óperan Peter Grimes í Hörpu

Óperan Peter Grimes eftir Benjamin Britten verður frumflutt á Íslandi næstkomandi föstudag, 22. maí í Eldborg í Hörpu. Tónleikauppfærslan er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslensku óperunnar, Hörpu og Listahátíðar í Reykjavík. Tvær erlendar stórstjörnur úr heimi óperunnar syngja aðalhlutverkin í þessari mögnuðu óperu, Stuart Skelton í titilhlutverkinu og Judith Howarth í hlutverki Ellen Orford, ásamt tíu…

Steinunn Birna Ragnarsdóttir ráðin óperustjóri Íslensku óperunnar

Steinunn Birna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin óperustjóri Íslensku óperunnar. Hún tekur við af Stefáni Baldurssyni, sem gegnt hefur starfi óperustjóra síðastliðin átta ár. Fimmtán umsækjendur sóttu um stöðuna. Steinunn Birna tekur til starfa síðar í vor. Steinunn Birna hefur starfað sem tónlistarstjóri Hörpu frá árinu 2010. Hún er píanóleikari að mennt. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum…

Ragnheiður þriðja vinsælasta sýning Íslensku óperunnar frá upphafi

Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson hefur nú skipað sér í þriðja sætið á lista yfir aðsóknarmestu óperusýningar Íslensku óperunnar frá stofnun hennar í upphafi 9. áratugarins. Hátt í 15.000 manns hafa nú séð sýninguna eða keypt miða á þær tvær aukasýningar sem verða á verkinu milli jóla og nýárs í Eldborg í…

TÖFRAFLAUTAN – óperusýning fyrir börn í Norðurljósum á sunnudag kl. 13.30 og 16

Hin ástsæla ópera Mozarts, Töfraflautan, verður flutt í styttri útgáfu fyrir börn í Norðurljósum í Hörpu næsta sunnudag, 16. nóvember, á tveimur sýningum, kl. 13.30 og kl. 16. Að sýningunni standa Íslenska óperan, Harpa og Töfrahurð, sem nýverið gaf út bók eftir Eddu Austmann Harðardóttur byggða á óperunni. Í sýningunni er fuglafangarinn Papagenó í hlutverki…

Ragnheiður snýr aftur í desember

Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson snýr aftur á svið Íslensku óperunnar í desember, eftir mikla sigurgöngu síðastliðið vor. Alls urðu sýningar á óperunni þrettán talsins í Eldborg í Hörpu og komust færri að en vildu. Sýningin hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar og var í kjölfarið valin Sýning ársins 2014, auk þess sem…