Nýr óperustjóri tekinn við Íslensku óperunni

Steinunn Birna Ragnarsdóttir1

Steinunn Birna Ragnarsdóttir

Steinunn Birna Ragnarsdóttir er komin til starfa sem nýr óperustjóri við Íslensku óperuna og tekur við starfinu af Stefáni Baldurssyni sem verið hefur óperustjóri frá 2007. Steinunn Birna var tónlistarstjóri Hörpu frá árinu 2010. Hún tók nýverið þátt í ráðstefnu ISPA (International Society of Perfoming Arts) í Malmö og hélt þar erindi um þróun listastofnana í samtímanum og samskipti þeirra við áheyrendur og tók jafnframt þátt í pallborðsumræðum ásamt Louise Herron, stjórnanda óperuhússins í Sydney og Leif Lønsmann, stjórnanda Danmarks Radio.

„Óperan hefur blómstrað mikið á undanförnum árum og átt farsæla daga í Hörpu undir stjórn Stefáns. Það liggja mikil sóknarfæri í starfi hennar í framtíðinni og persónulega er mér mikill heiður að fá að leiða það starf,“ segir Steinunn Birna.