Súellen (1983-)

Hljómsveitin Súellen er án nokkurs vafa þekktasta sveit sem komið hefur frá Norðfirði en tónlistarlíf var æði blómlegt þar í bæ á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var ein af fjölmörgum fulltrúum landsbyggðarinnar sem gerðu garðinn frægan um og eftir miðjan níunda áratuginn, hún var þó ekki eiginleg gleðipoppsveit í anda Greifanna, Stuðkompanísins eða Skriðjökla…

Súersæt [1] (um 1980)

Hljómsveit var starfrækt (líklega skólahljómsveit tónlistarfólks á grunnskólaaldri) á Norðfirði í kringum 1980, hugsanlega 1981 undir nafninu Súersæt (Suicide). Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, Jóhann Geir Árnason (síðar í Súellen) var trommuleikari hennar en engar aðrar heimildir er að finna um hana.

Straff (1978-79)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Straff frá Norðfirði en hún var starfrækt af nokkrum grunnskólanemum vorið 1979 og lék þá á skóladansleik eystra, því má reikna með að sveitin hafi þá verið starfandi um nokkurra mánaða skeið. Jóhann Geir Árnason trommuleikari (sem síðar lék með Súellen og fleiri sveitum) var einn Straff-liða en upplýsingar…

Fiff [1] (1986-88)

Á árunum 1986 til 88 að minnsta kosti starfaði hljómsveit á Norðfirði undir nafninu Fiff, þessi sveit var sett á laggirnar þegar Súellen lagðist í dvala um tíma en meðlimir hennar komu að mestu úr þeirri sveit Meðlimir Fiff voru Guðmundur R. Gíslason söngvari, Kristófer Máni Hraundal gítarleikari, Jóhann Geir Árnason trommuleikari og Steinar Gunnarsson…

Twist & bast (1995-96)

Hljómsveitin Twist & bast var áberandi á sveitaböllunum árið 1996 en það vor sendi sveitin frá sér plötu. Twist & bast var stofnuð 1995 gagngert til að gera út á ballmarkaðinn enda var hún skipuð gamalkunnum meðlimum með reynslu úr bransanum en þeir voru Sævar Sverrisson söngvari, Gestur Pálsson saxófónleikari, Jósep Sigurðsson píanóleikari, Magni Friðrik…

Prologus (1979-80)

Hljómsveitin Prologus frá Neskaupsstað starfaði að minnsta kosti á árunum 1979-80 og var að einhverju eða öllu leyti sama sveit og Kvöldverður á Nesi, sem var starfrækt eystra um líkt leyti. Sveitin spilaði mestmegnis balltónlist á heimaslóðum. Meðlimir Prologus voru Guðmundur Sólheim Þorsteinsson söngvari og hljómborðsleikari, Sigurður Þorbergsson gítar- og básúnuleikari, Guðjón Steinar Þorláksson bassaleikari…