Stress [1] (1977)

Hljómsveit var starfrækt í Hveragerði árið 1977 undir nafninu Stress, sveitin var stofnuð snemma árs en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Dagbjartsson gítarleikari, Kjartan Busk trommuleikari, Jónas Þórðarson bassaleikari og Halldór Skúlason söngvari en einnig gætu Ásgeir Karlsson gítarleikari og Stígur Dagbjartsson gítarleikari hafa verið í henni. Frekari upplýsingar…

Maraþon (1980-81)

Hljómsveit að nafni Maraþon starfaði í Hveragerði 1980 og 81. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Dagbjartsson gítarleikari, Jónas Þórðarson bassaleikari, Kjartan Busk trommuleikari, Ingvar Bjarnason hljómborðsleikari, Kristján Theódórsson píanó- og gítarleikari, Sæmundur Pálsson gítarleikari og Björn Eiríksson söngvari. Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit.

Kaktus [2] (1973-90)

Á 20. öldinni var hljómsveitin Kaktus með langlífustu sveitaballaböndunum á markaðnum en sveitin starfaði í sautján ár með hléum. Þótt kjarni sveitarinnar kæmi frá Selfossi var hljómsveitin þó stofnuð í Reykjavík og gerði út þaðan í byrjun en eftir miðjan áttunda áratuginn spilaði hún mestmegnis í Árnessýslu og á Suðurlandi, með undantekningum auðvitað. Kaktus var…

Ljósbrá [2] (1983-86)

Hljómsveit frá Hveragerði starfaði á árunum 1983-86 og bar nafnið Ljósbrá eins og önnur hljómsveit áratug áður, sem reyndar var norðlensk. Hin hvergerðska sveit herjaði nokkuð á sveitaballamarkaðinn í Árnessýslu og skartaði mönnum eins og Hermanni Ólafssyni söngvara, Sölva Ragnarssyni gítarleikara, Ingvari Péturssyni hljómborðsleikara, Jónasi Þórðarsyni og Sigurði Helgasyni en ekki er ljóst á hvað…

Upplyfting – Efni á plötum

Upplyfting – Kveðjustund 29-6 1980 Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 132 Ár: 1980 1. Langsigling 2. Kveðjustund 3. Traustur vinur 4. Útrás 5. Upplyfting 6. Lokaður úti 7. Dansað við mánaskin 8. Vor í lofti 9. Finnurðu hamingju 10. Mótorhjól 11. Reikningurinn 12. Angan vordraumsins Flytjendur Gústaf Guðmundsson – trommur Sigurður V. Dagbjartsson – búsúkí, hljómborð, söngur og gítar…