Skytturnar [1] (1989-)

Hljómsveitin Skytturnar var stofnuð vorið 1989 upp úr annarri sveit, Hinu liðinu en markmiðið var eingöngu að leika á dansleikjum og skemmta fólki. Skytturnar skipuðu þeir Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari, Jósep Sigurðsson hljómborðsleikari, Birgir Bragason bassaleikari, Jón Guðmundsson gítarleikari og Þórður Bogason söngvari, einnig kom söngvarinn Eiríkur Hauksson lítillega við sögu sveitarinnar og einnig gæti Sigurður…

Foringjarnir (1986-91 / 2014-)

Hljómsveitin Foringjarnir birtist óvænt með einn af stórsmellum sumarsins 1987, þeir náðu hins vegar ekki að fylgja því eftir og sveitin hvarf jafnskjótt og hún hafði birst. Foringjarnir voru stofnaðir síðsumars 1986 en sveitin innihélt blöndu reynslubolta og nýliða úr ýmsum ólíkum áttum, þetta voru þeir Þórður Bogason söngvari, Einar Jónsson gítarleikari (Drýsill o.fl.), Oddur…

Fjörorka (1984-85)

Hljómsveitin Fjörorka starfaði undir því nafni um eins og hálfs árs skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar og lék mestmegnis á dansstöðum á höfuðborgarsvæðinu, fyrst í Klúbbnum sem húshljómsveit og síðan í Skiphóli í Hafnarfirði, sveitin lék þó einnig á dansleikjum á landsbyggðinni og m.a. í nokkur skipti á Keflavíkurflugvelli. Þar var Bjarni Sveinbjörnsson…

Twist & bast (1995-96)

Hljómsveitin Twist & bast var áberandi á sveitaböllunum árið 1996 en það vor sendi sveitin frá sér plötu. Twist & bast var stofnuð 1995 gagngert til að gera út á ballmarkaðinn enda var hún skipuð gamalkunnum meðlimum með reynslu úr bransanum en þeir voru Sævar Sverrisson söngvari, Gestur Pálsson saxófónleikari, Jósep Sigurðsson píanóleikari, Magni Friðrik…