Sprangmenn (1999)

Eftir því sem best verður komist var hljómsveitin Sprangmenn ekki starfandi hljómsveit heldur aðeins sett saman til að leika lagið Heim á ný, lag Pálma J. Sigurhjartarsonar inn á plötuna Í Dalnum sem kom út sumarið 1999. Lagið telst til „Eyjalaga“ þótt ekki sé um þjóðhátíðarlag að ræða en það hafði Pálmi samið 1989, það…

Chaplin (1978-83)

Hljómsveitin Chaplin starfaði um nokkurra ára skeið í Borgarnesi í kringum 1980, réttara væri þó að segja nokkurra sumra skeið því hún starfaði mestmegnis yfir sumartímann enda voru einhverjir meðlimir hennar við nám og störf utan þjónustusvæðis á veturna ef svo mætti komast að orði. Chaplin var stofnuð sumarið 1978 og voru meðlimir hennar þá…

Tíbrá [1] (1975-87)

Hljómsveitin Tíbrá frá Akranesi náði nokkrum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar og gaf þá út þrjár skífur með alls fjórtán lögum, færri vissu þó að sveitin hafði þá verið starfandi allt frá miðjum áratugnum á undan en alls starfaði sveitin í um þrettán ár. Tíbrá var stofnuð veturinn 1974-75 á Akranesi og voru meðlimir…

Íslandsvinir (1990-92)

Hljómsveitin Íslandsvinir fór mikinn á ballstöðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og keyrðu mjög á einsmellungnum Gamalt og gott, sem inniheldur m.a. textalínuna „Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt – eitthvað gamalt og gott“, sem menn kyrja reglulega ennþá gjarnan á fjórða eða fimmta glasi. Sveitin var að öllum…