Söngvinir [1] (1944-45)

Veturinn 1944-45 starfaði tvöfaldur kvartett í Vestmannaeyjum undir nafninu Söngvinir og setti nokkurn svip á sönglífið í Eyjum. Tildrög þess að Söngvinir voru stofnaðir vorið 1944 voru þau að starfsemi Karlakórs Vestmannaeyja sem hafði verið stofnaður 1941 lá niðri þar sem stjórnandi hans, Helgi Þorláksson hafði flutt úr Eyjum, átta félagar úr kórnum brugðu því…

Karlakór Vestmannaeyja [1] (1881-82)

Karlakór Vestmannaeyja hinn fyrsti starfaði í um eitt ár eða e.t.v. aðeins einn vetur, á síðasta fimmtungi 19. aldar. Kórinn var stofnaður haustið 1881 og var Sigfús Árnason organisti við Landakirkju stjórnandi kórsins, kórinn var oft kenndur við hann og nefndur Karlakór Sigfúsar Árnasonar. Stofnmeðlimir hans voru tólf og hélst sú tala líklega nokkurn veginn…

Karlakór Vestmannaeyja [3] (?)

Karlakór var starfandi í Vestmannaeyjum, líklega á fjórða áratug síðustu aldar, undir stjórn Halldórs Guðjónssonar. Engar upplýsingar liggja fyrir um þennan kór en þeir sem hefðu þær mættu gjarnan miðla þeim til Glatkistunnar.

Karlakór Vestmannaeyja [4] (1941-62)

Sá Karlakór Vestmannaeyja sem starfaði hvað lengst og áorkaði hvað mestu, var starfræktur á um rúmlega tuttugu ára skeiði um miðja síðustu öld. Það sem þó einkenndi starf hans öðru fremur voru tíð kórstjóraskipti en sjö stjórnendur komu við sögu hans, þar af einn þeirra þrívegis. Það var Ragnar Halldórsson tollþjónn í Vestmannaeyjum sem var…

Guðjón Pálsson (1929-2014)

Ferill Guðjóns Pálssonar píanóleikara frá Vestmannaeyjum telst vægast sagt margbreytilegur og spannar í raun meira og minna alla hans ævi, hann hóf snemma að leika á píanó, var í hljómsveitum, starfrækti hljómsveitir, var undirleikari, organisti, kórastjórnandi og tónlistarkennari víða um land. Guðjón fæddist í Vestmannaeyjum 1929, hann var farinn að leika á píanó um tólf…