Status [2] (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Status starfaði á Hvolsvelli árið 1985 og var líklega stofnuð upp úr annarri, Fleksnes sem þá hafði starfað þar um nokkurra ára skeið. Aðalsteinn Ingvason bassaleikari, Sölvi Rafn Rafnsson trommuleikari, Sigurjón Þórisson Fjeldsted gítarleikari, Kjartan Aðalbjörnsson hljómborðsleikari og Sveinn Ægir Árnason söngvari höfðu skipað Fleksnes og því er allt eins líklegt…

Fleksnes (1982-85)

Hljómsveitin Fleksnes starfaði á Hvolsvelli á níunda áratug síðustu aldar og var skipuð nokkrum grunnskólanemum, sveitin spilaði töluvert á heimaslóðum og héldu m.a. sjálfir opinberan dansleik í Hvoli þrátt fyrir ungan aldur. Aðalsteinn Ingvason bassaleikari, Sölvi Rafn Rafnsson trommuleikari og Sigurjón Þórisson Fjeldsted gítarleikari stofnuðu sveitina og fljótlega bættust í hópinn Kjartan Aðalbjörnsson hljómborðsleikari og…

Illskársti kosturinn (1987)

Hljómsveitin Illskársti kosturinn kom úr Menntaskólanum að Laugarvatni, keppti í Músíktilraunum 1987 og komst alla leið í úrslitin þar sem sveitin hafnaði í fjórða sæti. Meðlimir sveitarinnar voru Ragnar Klemensson bassaleikari, Kjartan Aðalbjörnsson hljómborðsleikari, Gunnar Júlíusson söngvari, Rúnar Þorsteinsson trommuleikari, Kjartan Ásmundsson gítarleikari og Hlynur Arnórsson hljómborðsleikari. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu lengi sveitin…