Fræ [1] (1974-76)

Um miðjan áttunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit í Skagafirðinum, að öllum líkindum á Sauðárkróki, undir nafninu Fræ. Sveitin mun hafa verið starfandi á árunum 1974-76. Meðlimir Fræs voru bræðurnir Hilmar gítarleikari og Viðar trommuleikari og söngvari Sverrissynir, Sigurður Hauksson bassaleikari, Guðni Friðriksson hljómborðsleikari og Lárus Sighvatsson [gítarleikari?]. Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit, hugsanlega…

Umrót (1978-81)

Litlar heimildir er að hafa um hljómsveitina Umrót en hún var starfrækt á Sauðárkróki á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Margeir Friðriksson bassaleikari, Gunnar Ingi Árnason trommuleikari, Kjartan Erlendsson gítarleikari, Lárus Sighvatsson saxófónleikari og Stefán R. Gíslason hljómborðsleikari. Veturinn 1980-81 tók Ægir Ásbjörnsson sæti Lárusar saxófónleikara og Ingimar Jónsson (Upplyfting) tók…

Upplyfting (1975-)

Saga hljómsveitarinnar Upplyftingar er nær samfelld frá árinu 1975 og hún telst því vera með eldri sveitum landsins, oft er hún sögð vera frá Samvinnuskólanum á Bifröst – stofnuð þar 1979 eða 80 en hún er nokkrum árum eldri en það og kemur upphaflega frá Hofsósi. Eitt megin einkenni Upplyftingar er, reyndar eins og hjá…