Stórlúðrasveit S.Í.L. (1955-)

Allt frá árinu 1955 hefur verið hefð á landsmótum Sambands íslenskra lúðrasveita (S.Í.L.) að allar lúðrasveitir á staðnum tækju lagið saman, en sambandið var stofnað árið 1954. Þessi sameiginlega sveit hefur lengst af óformlega gengið undir nafninu Lúðrasveit Íslands en fleiri nöfn hafa einnig verið notuð s.s. Lúðrasveit S.Í.L., Lúðrasveit Sambands íslenskra lúðrasveita og Stórlúðrasveit…

Chalumeaux tríóið (1989-)

Chalumeaux tríóið hefur verið starfandi í áratugi en það er skipað þremur klarinettuleikurum sem leika á fjölda gerða hljóðfærisins. Chalumeaux tríóið var stofnað árið 1989 og voru meðlimir þess lengst af þeir Óskar Ingólfsson, Sigurður Ingvi Snorrason og Kjartan Óskarsson, tríóið hefur jafnan komið fram með aukahljóðfæraleikurum og söngvurum og meðal söngvara má nefna Margréti…

Oktettinn Ottó (1996)

Oktettinn Ottó var skammlíf kammersveit sem hélt fáeina tónleika sumarið 1996, fyrst í Reykjavík og svo á Akureyri. Ottó var skipaður þeim Kjartani Óskarssyni klarinettuleikara, Sigurlaugu Eðvaldsdóttur fiðluleikara, Margréti Kristjánsdóttur fiðluleikara, Herdísi Jónsdóttur lágfiðluleikara, Lovísu Fjeldsted sellóleikara, Hávarði Tryggvasyni kontrabassaleikara, Emil Friðfinnssyni hornleikara og Rúnari Vilbergssyni fagottleika en þau voru þá öll í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Tónlistardagar Dómkirkjunnar

Tónlistardagar Dómkirkjunnar eru nú haldnir í þrítugasta og annað skiptið en þeir hafa verið á dagskrá kórsins samfleytt frá árinu 1982. Dagskráin hófst í gær, 2. nóvember með hátíðarmessu í Dómkirkjunni og með tónleikum í Neskirkju um kvöldið þar sem Dómkórinn undir stjórn Kára Þormar flutti Requiem eftir franska tónskáldið G. Fauré, einsöngvarar voru Fjölnir…