Hinir geðþekku fautar (um 1995)

Hljómsveit sem ber nafnið Hinir geðþekku fautar starfaði undir lok 20. aldarinnar en mun mestmegnis hafa leikið í einkasamkvæmum eins og brúðkaupum innan vinahópsins. Upplýsingar um þessa hljómsveit eru af skornum skammti, hún var líklega virkust á seinni hluta tíunda áratugarins en var endurvakin að minnsta kosti í eitt skipti síðar, árið 2007. Meðal meðlima…

Synir Raspútíns (1991-94 / 2010-14)

Margir muna eftir hljómsveitinni Sonum Raspútíns en hún var töluvert áberandi í spilamennsku sinni á fyrri hluta tíunda áratugarins og sendi þá frá sér lag sem naut vinsælda en kom aldrei út á plötu. Nokkrar mannabreytingar voru innan sveitarinnar og sumir meðlima hennar urðu síðar þekktir tónlistarmenn og reyndar einnig á öðrum sviðum mannlífsins. Synir…

Kargó (1986-89)

Kargó (Cargo) frá Siglufirði var unglingasveit og fór nokkuð víða sem slík, hún starfaði í um þrjú ár og hefur komið saman í nokkur skipti hin síðari ár. Hljómsveitin var stofnuð í ársbyrjun 1986 og voru stofnmeðlimir hennar Örn Arnarsson trommuleikari, Þorsteinn Sveinsson söngvari (Miðaldamenn o.fl.), Jón Ómar Erlingsson bassaleikari (Sóldögg o.fl.), Leifur Elíasson [?]…

The Young sailors (um 1985)

Pönksveitin The Young Sailors starfaði á Siglufirði um miðjan níunda áratug liðinnar aldar, líklega 1985. Kolbeinn Óttarsson Proppé trommuleikari var einn þeirra sem skipaði þessa sveit en um aðra meðlimi er ekki vitað. Ekki er þó ólíklegt að Þórhallur Gauti Sigurðsson hafi verið einn þeirra Young sailors.

Band eight (1986)

Band eight (eða Band 8) var átta manna hljómsveit og innihélt meðlimi sem allir voru í 8. bekk í grunnskólanum á Siglufirði um miðjan níunda áratug 20. aldar. Nafn sveitarinnar hafði auk tölunnar 8, að geyma skírskotun til Band-aid tónleikanna sem haldnir voru 1985. Lítið er vitað um sveitina en hún hafði m.a. Að geyma…