Hugsjón [3] (1989-92)

Hljómsveitin Hugsjón var unglingahljómsveit sem starfaði í Keflavík í kringum 1990 en sveitin starfaði í nokkur ár, þó með hléum. Hugsjón mun hafa verið stofnuð árið 1989 af þeim Einari Jónssyni gítarleikara og Jóni Ó Erlendssyni trommuleikara en fleiri gengu svo til liðs við sveitina í kjölfarið, mest voru sex meðlimir í Hugsjón en árið…

Afmælisbörn 3. janúar 2023

Afmælisbörnin eru fimm á skrá Glatkistunnar í dag: Sölvi (Haraldsson) Blöndal fyrrum Quarashi-liði á fjörutíu og átta ára afmæli í dag. Sölvi hafði verið í ýmsum sveitum áður en hann gerði það gott með Quarashi, s.s. Púff, SSSpan, Júpiters og Stjörnukisa svo dæmi séu tekin en hefur einnig starfrækt dúettinn Halleluwah, auk annarra verkefna. Hann…

Speedwell blue (1995)

Pöbbasveitin Speedwell blue starfaði í nokkra mánuði árið 1995 og lék mjög víða um land á þeim tíma. Sveitin var stofnuð vorið 1995 af Englendingnum Eric Lewis söngvara og gítarleikara sem hér var staddur og fékk hann til liðs við sig Brynjar Brynjólfsson bassaleikara og Hafþór Guðmundsson trommuleikara sem léku með honum fyrst um sinn.…

Greip (1995-97)

Hljómsveitin Greip hélt uppi stuðinu á öldurhúsum borgarinnar og sveitaböllum víða um land á árunum 1995-97, þó með einhverju hléum. Sveitin var líklega stofnuð vorið 1995 og voru þá í henni Einar Guðmundsson gítarleikari, Kristinn J. Gallagher bassaleikari, Magnús A. Hansen gítarleikari, Þórður H. Jónsson trommuleikari og Guðbjörg Ingólfsdóttir söngkona. Eftir langt hlé (vorið 1997)…