Afmælisbörn 19. ágúst 2025

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Þórður Árnason gítarleikari oftast kenndur við hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, á sjötíu og þriggja ára afmæli í dag. Nokkur ár eru liðin síðan hann yfirgaf sveitina en hann hefur í gegnum tíðina leikið með fjölmörgum hljómsveitum, þeirra á meðal má nefna Frugg, Sókrates, Rifsberju, Brunaliðið, Litla…

Hljómsveit Önnu Vilhjálms (1969-70 / 1990-2002)

Söngkonan Anna Vilhjálmsdóttir starfrækti hljómsveitir í eigin nafni sem léku mikið á svokölluðum dansstöðum höfuðborgarsvæðisins á tíunda áratug síðustu aldar en hún hafði verið með vinsælustu söngkonum landsins á sjöunda áratugnum og hafði reyndar stofnað hljómsveit undir lok hans. Anna hafði notið vinsælda m.a. með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og sungið inn á plötu með þeirri…

Hljómsveit Ólafs Gauks (1954-65 / 1970-2002)

Gítarleikarinn Ólafur Gaukur Þórhallsson starfrækti hljómsveitir svo að segja samfleytt frá því um 1950 og allt til 1985 en þó þeim mun lengur séu allar hans sveitir með taldar. Hans fyrsta sveit var Tríó Ólafs Gauks sem er fjallað um í sér umfjöllun annars staðar á Glatkistunni en sú sveit hafði verið stofnuð 1948, hún…

Hljómsveit André Bachmann (1984-91)

Það sem kallað hefur verið Hljómsveit André Bachmann er í raun nokkrar og misstórar hljómsveitir, tríó og dúettar undir stjórn André, margt er reyndar óljóst í sögu þeirra og mega lesendur gjarnan fylla upp í þær eyður eftir því sem þurfa þykir. Fyrstu heimildir um sveit undir þessu nafni eru frá árinu 1984 en þá…

Sextett Jóns Sigurðssonar (1967-70)

Sextett Jóns Sigurðssonar starfaði um tæplega þriggja ára skeið undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar og var þá nokkuð á skjön við vinsælustu hljómsveitir landsins sem flestar léku bítla- og hippatónlist á þeim tíma, sextettinn þjónaði hins vegar eldri markhópi og naut töluverðra vinsælda. Sveitin var húshljómsveit í Þórscafé, hafði þar tekið við af Lúdó…

Pónik [2] (1961-)

Saga hljómsveitarinnar Pónik (hinnar síðari) er með lengri hljómsveitasögum hérlendis og þótt sveitin hafi nú ekki komið fram í nokkur ár er ekki enn hægt að gefa út dánarvottorð á hana, tilurð hennar spannar um hálfa öld. Ýmsar heimildir hafa komið fram um hvenær Pónik var stofnuð og nokkrar þeirra gefa upp ártalið 1964, það…

Plató [1] (1964-65)

Hljómsveitin Plató var ein þeirra bítlasveita sem spratt fram á sjónarsviðið um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin kom fram sumarið 1964 og hafði á að skipa ungum meðlimum eins og títt var á þeim tíma en þeir voru Kristinn S. Jónsson gítarleikari, Einar Hólm trommuleikari [og söngvari?], Sigurgeir A. Jónsson bassaleikari og Kristinn Sigmarsson…

Galabandið (1997-2000)

Hljómsveitin Galabandið starfaði á árunum 1997-2000 með hléum en söngkona sveitarinnar var Anna Vilhjálmsdóttir og reyndar var sveitin stundum kölluð Hljómsveit Önnu Vilhjálms enda var heimavöllur hennar skemmtistaðurinn Næturgalinn við Smiðjuveg í Kópavogi sem Anna rak í samstarfi við aðra konu – nafn sveitarinnar, Galabandið vísar einmitt til Næturgalans. Sveitin var stofnuð haustið 1997 og…