Fressmenn [1] (1991-92)

Fressmenn voru nokkuð áberandi í blúsvakningu þeirri sem herjaði á landið um og eftir 1990. Sveitin starfaði veturinn 1991-92 og að minnsta kosti fram á mitt sumar. Svo virðist sem sveitin hafi eitthvað komið fram einnig árið 1994. Meðlimir Fressmanna voru þeir Kristján Már Hauksson munnhörpu- og gítarleikari, Jón Ingi Þorvaldsson bassaleikari, Steinar Sigurðsson trommuleikar…

BP blús-band (1991-92)

BP blús-band (einnig kölluð Blús-lús um tíma) starfaði um tíma í byrjun tíunda áratugsins, líklega 1991 og 92 en um var að ræða blússveit eins og nafnið gefur til kynna. Það voru þeir Kristján Már Hauksson gítarleikari og Björn M. söngvari sem voru kjarninn í sveitinni og á einhverjum tímapunkti voru þeir Páll Úlfar Júlíusson…

Tríó Ólafs ósýnilega (1994)

Tríó Ólafs ósýnilega var dúett þrátt fyrir nafnið en meðlimir þess voru Jón Ingólfur Guðmundsson söngvari og gítarleikari og Kristján Már Hauksson söngvari og gítarleikari. Ólafur hinn ósýnilegi hefur því væntanlega verið þriðji meðlimurinn. Líkur eru á að um hafi verið að ræða skammlíft samstarf. Ríflega áratug fyrr hafði verið starfandi hljómsveit sem gekk undir…

Lifun [1] (1993-94)

Hljómsveitin Lifun starfaði í um eitt ár (1993-94) og kom út efni á tveimur safnplötum á sínum stutta ferli. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið Björn M. Sigurjónsson söngvari, Arnold Ludwif bassaleikari, Kristján Már Hauksson gítarleikari og Sveinn Kjartansson píanóleikari, en tveir þeir síðast nefndu voru í forsvari fyrir safnplötuna Íslensk tónlist 1993 sem sveitin átti…