Blúsband Jóns Baldurs (?)

Blúsband Jóns Baldurs (Blúsband JB) var einhvers konar afsprengi hljómsveitarinnar Grasrex sem starfað hafði árið 1974 og var annar fyrirrennara hljómsveitarinnar Diabolus in musica. Engar upplýsingar er að hafa um hvenær Blúsband Jóns Baldurs starfaði en það ku hafa verið löngu síðar en Grasrex starfaði, meðlimir Grasrex voru Páll Torfi Önundarson gítarleikari, Kjartan Jóhannesson gítarleikari,…

Pjetur og Úlfarnir (1977-)

Hljómsveitin Pjetur og Úlfarnir var upphaflega eins konar menntaskólaflipp, gaf síðan út stórsmellinn Stjána saxafón og hefur starfað með hléum síðan. Pjetur og Úlfarnir var stofnuð í Menntaskólanum við Hamrahlíð í kjölfar kennaraverkfalls 1977 og lék framan af eingöngu á samkomum innan skólans. Á einu slíku balli sem haldið var í félagsheimilinu Festi í Grindavík…

Grasrex (1974)

Hljómsveitin Grasrex starfaði 1974 og vann sér helst til frægðar að leika með söngtríóinu Gabríellunum á söngskemmtunum í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hvar sveitarmeðlimir voru í námi. Hópurinn kom oft fram undir nafninu Gabríellurnar og Grasrex, og síðar átti hluti hans eftir að sameinast í Diabolus in musica. Nafnið Grasrex mun upphaflega verið komið til fyrir…

Gúanó-bandið (1979)

Gúanó-bandið var skammlíf hljómsveit sem kom reyndar aðeins tvisvar fram eftir því sem heimildir segja, haustið 1979. Sveitin er þó nokkuð þekkt meðal aðdáenda Bubba Morthens þar sem hún telst fyrsta hljómsveit hans á ferlinum. Líklega var sveitin aldrei stofnuð til neins annars en að vera skammtímaverkefni í kringum 1. des hátíðarhöld 1979 en sveitin innihélt…