Hljómskálinn í Reykjavík [tónlistartengdur staður] (1922-)

Hljómskálinn við Tjörnina í Reykjavík gegnir stóru og mikilvægu hlutverki í íslenskri tónlistarsögu, húsið var hið fyrsta á Íslandi sem sérstaklega var byggt fyrir tónlistarstarfsemi og var reyndar eina hús sinnar tegundar allt fram undir lok 20. aldarinnar, en auk þess að gegna hlutverki æfingahúsnæðis og félagsheimilis fyrir Lúðrasveit Reykjavíkur var Tónlistarskólinn í Reykjavík þar…

Gígjan [5] (1915-22)

Lúðrasveitin Gígjan var starfandi í Reykjavík um sjö ára tímabil á fyrri hluta síðustu aldar. Hún er einn undanfari Lúðrasveitar Reykjavíkur. Gígjan var stofnuð 1915 af Hallgrími Þorsteinssyni og fleirum upp úr lúðrasveit góðtemplara sem hafði borið nafnið Svanur (líkt og önnur lúðrasveit síðar). Litlar upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit en Reynir Gíslason mun…

Helgi Helgason (1848-1922)

Helgi Helgason, þekkt tónskáld og frumkvöðull í lúðrablæstri og söng á Íslandi, fæddist í Reykjavík 23. janúar 1848. Hann var yngri bróðir Jónasar Helgasonar sem einnig var framarlega í flokki á upphafsárum kórsöngs á Íslandi en þeir bræður fengu snemma áhuga á hvers kyns tónlist. Helgi smíðaði sitt fyrsta hljóðfæri á fermingaraldri, fiðlu sem hann…