Hrím [1] (1967-70)

Siglfirska unglingahljómsveitin Hrím er líklega meðal þekktari sveita meðal heimamanna á Siglufirði þrátt fyrir að sveitin yrði ekki langlíf en hún vann sér það m.a. til frægðar að sigra hljómsveitakeppnina í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1969. Meðal hljómsveitarmeðlima var gítarleikarinn Gestur Guðnason sem átti síðar eftir að vekja töluverða athygli fyrir hæfni sína á hljóðfærið. Hrím…

Signa bandið (1988-93)

Signa bandið var dúett starfandi á Siglufirði um nokkurra ára skeið, 1988 til 93 og hugsanlega lengur. Meðlimir Signa bandsins voru þeir Magnús Guðbrandsson og Steinar Ingi Eiríksson en ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan þeirra.

Gibson (1963)

Hljómsveit starfaði á Siglufirði árið 1963 undir nafninu Gibson (einnig nefnd Gipson). Ekki finnast margar heimildir um þessa sveit s.s. hversu lengi hún starfaði en meðlimir hennar voru Jósep Blöndal [?], Tómas Hertervig [?], Baldvin Júlíusson söngvari og trommuleikari og Magnús Guðbrandsson gítarleikari, fleiri gætu hafa komið við sögu sveitarinnar.

Gautar (1955-97)

Hljómsveitina Gauta frá Siglufirði má með réttu telja með langlífustu hljómsveitum Íslandssögunnar en sveitin starfaði á sínum tíma í rúmlega fjóra áratugi og enn lengur ef talinn er með sá tími sem forsprakkar sveitarinnar, bræðurnir Guðmundur Óli og Þórhallur Þorlákssynir störfuðu sem Gautlandsbræður en nafni sveitar þeirra var breytt í Gauta árið 1955 og er…

Omo (1964-65)

Hljómsveitin Omo starfaði á Siglufirði um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, mitt í miðju bítlafárs. Sveitin mun hafa verið starfandi að minnsta kosti á árunum 1964 og 65, og fór víða um norðanvert landið til spilamennsku á dansleikjum. Meðlimir hennar voru þeir Magnús Guðbrandsson gítarleikari, Elías [Þorvaldsson?], Guðmundur Garðar Hafliðason trommuleikari og Halli [?] Óskarsson.…

Miðaldamenn (1970-2014)

Hljómsveitin Miðaldamenn er ásamt Gautum þekktasta hljómsveit Siglfirðinga en hún hefur starfað með hléum frá 1970. Fjöldi manna og kvenna hafa farið í gegnum þessa sveit og hún hefur sent frá sér fáeinar plötur. Miðaldamenn voru stofnaðir haustið 1970 og voru upphaflegir meðlimir hennar Bjarki Árnason, Þórður Kristinsson, og Magnús Guðbrandsson en Sturlaugur Kristjánsson bættist…

Bræðrabandið [3] (?)

Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði innan frímúrarareglunnar, hugsanlega á tíunda áratug síðustu aldar. Magnús Guðbrandsson mun hafa verið einn meðlima hennar en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit.

Textar (1965-66)

Hljómsveitin Textar var ein af mörgum bítlasveitum sem voru starfandi um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Varla hefði sveitin fengið þá athygli sem hún hlaut nema fyrir það að trommuleikari hennar var stúlka, Halldóra Halldórsdóttir. Og reyndar var það auglýst sérstaklega þegar sveitin kom fram. Aðrir meðlimir Texta voru Magnús Guðbrandsson gítarleikari, Benedikt Torfason [söngvari…

Pólar (1965)

Litlar sögur fara af bítlahljómsveitinni Pólum sem starfaði á Siglufirði 1965 og e.t.v. lengur. Meðlimir þessarar sveitar munu hafa verið Theódór Júlíusson (síðar leikari) sem lék á trommur, Sigurður Örn Baldvinsson gítarleikari, Magnús Guðbrandsson sem einnig lék á gítar og Guðbrandur Sveinn Gústafsson saxófónleikari. Ekki liggur fyrir hver þeirra félaga söng. Allar frekari upplýsingar um…