Afmælisbörn 2. maí 2025

Á þessum öðrum degi maímánaðar eru níu tónlistartengd afmælisbörn á skrá: Garðar Thor Cortes tenórsöngvari fagnar stórafmæli en hann er fimmtíu og eins árs í dag. Garðar lærði söng fyrst hér heima en fór að því loknu í framhaldsnám til Austurríkis, Danmerkur og Bretlands. Hann lét fyrst að sér kveða á plötu Samkórs Selfoss árið…

Rykfall – ný breiðskífa Myrkva

Myrkvi sendir í dag frá sér breiðskífuna Rykfall sem er þriðja skífa sveitarinnar. Myrkvi er hugarfóstur tónlistarmannsins Magnúsar Arnar Thorlacius og áður höfðu komið út Reflections (2020) og Early warning (2023) sem hann hafði unnið í samstarfi við Yngva Rafn Garðarsson Holm. Rykfall er hins vegar unnin af Magnúsi einum og er eins og segir…

Myrkvi sendir frá sér Sjálfsmynd

Tónlistarmaðurinn Myrkvi eða Magnús Thorlacius sendir í dag frá sér smáskífuna Sjálfsmynd en hún er af væntanlegri breiðskífu sem mun bera titilinn Rykfall. Sú skífa verður töluvert frábrugðin síðustu plötu, Early Warning sem Myrkvi sendi frá sér fyrir síðustu jól en þá plötu vann hann með Yngva Hólm og byggði á útsetningum fyrrum hljómsveitarmeðlima þeirra…

Svartfugl – ný smáskífa frá Myrkva

Tónlistarmaðurinn Magnús Thorlacius eða Myrkvi eins og hann kallar sig sendir í dag frá sér smáskífuna Svartfugl, þá fyrstu af fyrirhugaðri breiðskífu. Í Svartfugli nýtur Myrkvi aðstoðar Valdimars Kolbeins Sigurjónssonar kontrabassaleikara og Arnór Sigurðarsonar trommuleikara en sjálfur syngur Magnús og leikur á gítar, hljómborð og fiðlu. Arnar Guðjónsson annaðist upptökur og hljóðblöndun en um hljómjöfnun…

Myrkvi sendir frá sér breiðskífuna Early warning

Hljómsveitin Myrkvi sendir í dag frá sér plötuna Early warning en það er önnur breiðskífa sveitarinnar. Það eru þeir Magnús Thorlacius og Yngvi Holm sem skipa Myrkva en þeir félagar voru áður hluti af hljómsveitinni Vio sem sigraði Músíktilraunir vorið 2014 og var ári síðar tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna  sem „bjartasta vonin“, efni plötunnar var að…

Myrkvi sendir frá sér Early warning

Hljómsveitin Myrkvi sendir nú frá sér lagið Early warning en það er síðasta smáskífan af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar, áður höfðu lögin Self-pity og Miserable people komið út í smáskífuformi. Hér má heyra lagið. Þeir félagar lýsa laginu sjálfir á þann hátt að Myrkvi slái upp garðteiti og þér sé boðið. Slík er stemningin í nýjasta…

Miserable people – ný smáskífa Myrkva

Þriðja smáskífa dúósins Myrkva af væntanlegri breiðskífu er nú komin út en smáskífan ber heitið Miserable people og mætti skilgreina tónlistina sem þægilegt indí-gítarpopp, skífan er nú aðgengileg á streymisveitum og sem myndband á Youtube. Þetta nýjasta Myrkvaverk er grúví smellur og löðrandi af ádeilu. Hið vansæla fólk virðist skemmta sér vel, þar til tónlistin…

Afmælisbörn 2. maí 2023

Á þessum öðrum degi maímánaðar eru átta tónlistartengd afmælisbörn á skrá: Garðar Thor Cortes tenórsöngvari er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Garðar lærði söng fyrst hér heima en fór að því loknu í framhaldsnám til Austurríkis, Danmerkur og Bretlands. Hann lét fyrst að sér kveða á plötu Samkórs Selfoss árið 1995 og hefur…

Self-Pity – ný smáskífa frá Myrkva

Hljómsveitin Myrkvi sendir nú frá sér sína aðra smáskífu á árinu 2023 – Self-Pity en í ársbyrjun kom lagið Draumabyrjun út með sveitinni. Lögin eru af væntanlegri breiðskífu Myrkva (Magnúsar Thorlacius) og Yngva Holm en þeir kumpánar hafa ýmsa fjöruna sopið í gegnum tíðina. Týndu árin og hljóðheimur uppvaxtaráranna, sitt hvorum megin við aldamótin, brutust…

Myrkvi með Draumabyrjun – nýtt lag

Hljómsveitin Myrkvi hefur nú á nýju ári, nánar tiltekið á þrettándanum sent frá sér smáskífu sem ber nafn við hæfi svona í upphafi árs – Draumabyrjun en lagið er nú aðgengilegt á Spotify auk þess sem hægt er að líta myndband við það á Youtube. Myrkvi var áður einstaklingsverkefni Magnúsar Thorlacius en hann hefur nú…