Skólahljómsveitir Menntaskólans við Tjörnina (1970-76)

Menntaskólinn við Tjörnina (MT) starfaði á árunum 1969-76 en fluttist þá í húsnæði Vogaskóla við Gnoðarvog og var nafni hans við það tækifæri breytt í Menntaskólinn við Sund – hefur skólinn starfað undir því nafni síðan. Á þeim tíma sem skólinn starfaði undir MT nafninu var þar að minnsta kosti einu sinni starfandi eiginleg skólahljómsveit,…

Sextettinn (1975-77)

Hljómsveit sem gekk undir nokkrum nöfnum en verður hér skráð undir nafninu Sextettinn var starfrækt innan Menntaskólans við Tjörnina um skeið um og upp úr miðjum áttunda áratug síðustu aldar, sveitin vakti nokkra athygli fyrir spilamennsku sína en hún hýsti meðlimi sem síðar urðu þekktir tónlistarmenn og segja má að Sextettinn sé nokkurs konar undanfari…

Fellibylurinn Þórarinn (1976)

Fellibylurinn Þórarinn var hljómsveit tónlistarmanna á unglingsaldri og var í raun ein þeirra sveita sem síðar varð að Þey. Ekki liggur alveg ljóst hvenær Fellibylurinn Þórarinn var stofnaður en það gæti hafa verið árið 1975, hér er þó miðað við ári síðar en þá kom sveitin fram á tónleikum innan Menntaskólans við Tjörnina (síðar Menntaskólans…

Send að sunnan (1976)

Árið 1976 var hljómsveit sem bar heitið Send að sunnan, starfandi við Menntaskólann við Tjörnina. Gunnar Kristinsson var hljómborðsleikari þessarar sveitar en engar heimildir er að finna um aðra meðlimi hennar. Þessi sveit starfaði líklegast í skamman tíma.