Miðaldamenn (1970-2014)

Hljómsveitin Miðaldamenn er ásamt Gautum þekktasta hljómsveit Siglfirðinga en hún hefur starfað með hléum frá 1970. Fjöldi manna og kvenna hafa farið í gegnum þessa sveit og hún hefur sent frá sér fáeinar plötur. Miðaldamenn voru stofnaðir haustið 1970 og voru upphaflegir meðlimir hennar Bjarki Árnason, Þórður Kristinsson, og Magnús Guðbrandsson en Sturlaugur Kristjánsson bættist…

Bjarki Árnason (1924-84)

Bjarki Árnason var kunnur harmonikkuleikari, laga- og textahöfundum og flestir þekkja lagið Sem lindin tær sem hann samdi ljóðið við. Bjarki fæddist á Stóru Reykjum í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjasýslu 1924 og ólst upp á Litlu Reykjum í sömu sveit. Hann kynntist ungur tónlist á æskuheimili sínu en naut aldrei formlegrar tónlistarmenntunar. Fyrsta hljóðfærið sem hann…

Erla Stefánsdóttir [1] (1947-2012)

Söngkonan Erla Stefánsdóttir frá Akureyri er klárlega þekktust fyrir flutning sinn á laginu Lóan er komin, sem kom út á sjöunda áratugnum. Hún söng þó inn á fjölmargar plötur á ferli sínum og skemmti víða um land með ýmsum hljómsveitum. Erla fæddist 1947 í S-Þingeyjasýslu en fluttist síðan til Akureyrar þar sem söngferill hennar hófst,…