Múlinn [félagsskapur] (1997-)
Djassklúbburinn Múlinn hefur starfað síðan á síðustu öld og staðið fyrir ýmsum uppákomum í formi tónleika á þeim tíma. Tvennt hefur einkennt starfið, annars vegar að erfitt hefur reynst að halda uppi föstum viðburðakvöldum, og hins vegar að klúbburinn hefur verið í húsnæðishrakhólum með starfsemi sína. Síðustu árin hefur þó horft til betri vegar í…