Skráning hafin fyrir Músíktilraunir

Músíktilraunir Hins hússins fara fram í Norðurljósasal tónlistarhússins Hörpu í næsta mánuði en keppnin hefur verið haldin árlega nánast óslitið frá árinu 1982 þegar hljómsveitin DRON bar sigur úr býtum. Fjölmargar þekktar hljómsveitir hafa sigrað tilraunirnar og nægir hér að nefna sveitir eins og Maus, Dúkkulísurnar, XXX Rottweiler, Of monsters and men og Mammút. Í…

Músíktilraunir 2024 framundan

Það styttist í Músíktilraunir 2024. Þær voru lengi kenndar við Tónabæ en fara nú fram í Norðurljósum í Hörpu dagana 10.-16. mars nk. þar sem keppnin hefur verið haldin síðustu árin. Opnað verður fyrir skráningu í Músíktilraunir á heimasíðu keppninnar þann 5. febrúar og þar verður hægt að skrá sig til og með 19. febrúar,…

Músíktilraunir 2021

Músíktilraunir eru á næsta leiti en keppnin hefur verið haldin síðan 1982 – þó með tveimur undantekningum, annars vegar árið 1984 þegar kennaraverkfall kom í veg fyrir keppnina og svo hins vegar í fyrra þegar Covid-faraldurinn skall á af fullum þunga. Keppnin hefur verið kjörinn stökkpallur ungs og efnilegs tónlistarfólks og meðal þeirra hljómsveita sem…

Vök sendir frá sér þröngskífuna Circles

Hljómsveitin Vök gefur í dag út sína aðra þröngskífu, Circles. Sveitin er nýkomin heim eftir vel heppnaða ferð á The Great Escape tónlistarhátíðina í Brighton þar sem sveitin hefur hlotið frábæra dóma fyrir tónleika sína. Framundan eru tónleikar í Hörpu þar sem sveitin hitar upp fyrir Ásgeir 16. júní og þá spilar sveitin á Hróaskelduhátíðinni…

Oblivion (1998)

Hiphop-sveitin Oblivion kom frá Suðurnesjunum, líklega Keflavík og starfaði allavega 1998 – hugsanlega var hún byrjuð 1997. Sveitin keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998 og voru meðlimir hennar þá Davíð Baldursson hljóðsmali, Arnar Freyr Jónsson rappari, Oddur Ingi Þórsson rappari, Elvar Þ. Sturluson rappari, Tómas Viktor Young trymbill og Haukur Ingi Hauksson skratsari. Sveitin komst…

DRON [2] (1982-83)

DRON (Danshljómsveit Reykjavíkur og nágrennis) hin síðari verður fyrst og fremst minnst í íslenskri tónlistarsögu sem fyrsta sveitin til að sigra Músíktilraunir Tónabæjar en það var árið 1982. Sveitin mun upphaflega hafa innihaldið sex meðlimi en hún var stofnuð til að keppa í hæfileikakeppni í Kópavogi, þeir voru þá líklega á aldrinum 13 – 14…