Þrír klassískir Austfirðingar með tónleika

Tríóið Þrír klassískir Austfirðingar blása til tónleikasyrpu á Austurlandi á næstu dögum. Tríóið skipa þau Erla Dóra Vogler mezzósópran söngkona, Svanur Vilbergsson gítarleikari og Hildur Þórðardóttir flautuleikari. Á tónleikunum frumflytja þau m.a. verk eftir þrjú austfirsk tónskáld, Báru Sigurjónsdóttur við ljóð Ingunnar Snædal, dr. Charles Ross og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur. Um er að ræða ferna tónleika…

Danshljómsveit Svavars Lárussonar (1957)

Danshljómsveit Svavars Lárussonar starfaði að minnsta kosti um nokkurra mánaða skeið sumarið 1957 á Norðfirði en hún var þá fastráðin í nýtt samkomuhús Eskfirðinga, Valhöll sem vígð var um vorið. Engar upplýsingar liggja fyrir um hverjir skipuðu sveitina auk Svavars en hann gæti sjálfur hafa leikið á gítar og jafnvel sungið, hann var þá þekktur…

Rapsodia (1974)

Hljómsveit að nafni Rapsodia var að líkindum starfandi á Austurlandi 1974, hugsanlega á Norðfirði. Allar upplýsingar um þá sveit væru vel þegnar.

Ozon (1990-)

Hljómsveitin Ozon (Ózon) starfaði á Norðfirði, upphaflega meðal nokkurra nemenda í Verkmenntaskóla Austurlands þar í bæ en sveitin var stofnuð árið 1990 upp úr tveimur hljómsveitum, Kannsky og Timburmönnum. Framan af voru það þeir Einar Ágúst Víðisson söngvari og gítarleikari, Daníel Arason hljómborðsleikari, Viðar Guðmundsson bassaleikari, Bjarni F. Ágústsson gítarleikari og söngvari og Marías B.…

Svavar Lárusson (1930-2023)

Þótt söngferill Svavars Lárussonar hafi spannað fremur stuttan tíma er hann einn af frumkvöðlum dægurlagatónlistar á Íslandi, en hann varð þeim mun meira áberandi á öðrum sviðum. Norðfirðingurinn Svavar Lárusson (f. 1930) var orðinn nokkuð þekktur söngvari með danshljómsveitum (m.a. með Hljómsveit Gunnars Egilson) þegar honum bauðst vorið 1952 að syngja inn á plötur hjá…