Stúlknakór Þykkvabæjarkirkju (1998-2002)

Stúlknakór Þykkvabæjarkirkju (Hábæjarkirkju í Þykkvabæ) starfaði um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót undir stjórn organista kirkjunnar Nínu Maríu Morávek og söng þá í messum og á tónleikum um Rangárvallasýslu og jafnvel víðar. Kórinn var líklega stofnaður haustið 1998 og gekk fyrst undir nafninu Barnakór Þykkvabæjarkirkju en fljótlega var hitt nafnið tekið upp. Kórinn…

Barnakór Oddakirkju (1995-2011)

Barnakór starfaði í nokkur ár við Oddakirkju á Rangárvöllum en uppistaðan í kórnum kom frá Hellu og nágrenni. Þáverandi organisti kirkjunnar Halldór Óskarsson stofnaði kórinn haustið 1995 og stjórnaði honum fyrstu árin. Magnús Ragnarsson var að öllum líkindum næstur stjórnenda en Nína Morávek tók við af honum og stjórnaði kórnum líklega þar til hann hætti,…

Djellý systur (1982-86)

Kvennahljómsveitin Djellý systur úr Kópavoginum starfaði á árunum 1982-86, í kjölfar vinsælda Grýlnanna sem þá voru á toppi ferils síns. Djellý systur (einnig ritað Jelly systur) voru stofnaðar í Kvennaskólanum í Reykjavík og komu fyrst fram sem skemmmtiatriði á uppákomu í skólanum vorið 1982. Upphaflegir meðlimir hljómsveitarinnar voru þær Ragna Gunnarsdóttir hljómborðsleikari, Elísabet Sveinsdóttir trommuleikari,…

Jan Morávek (1912-70)

Jan Morávek var tékkneskur tónlistarmaður sem fluttist til Íslands eftir stríð ekki ósvipað öðrum erlendum tónlistarmönnum, ílentist hér og starfaði til dauðadags. Morávek fæddist 1912 í Vín í Austurríki, var með eindæmum fjölhæfur tónlistarmaður og var sagður leika á um fjölda hljóðfæri. Hann kynntist fyrri eiginkonu sinni, Svanhvíti Egilsdóttur söngkonu, í Vín og fluttust þau…