Synir Raspútíns (1991-94 / 2010-14)

Margir muna eftir hljómsveitinni Sonum Raspútíns en hún var töluvert áberandi í spilamennsku sinni á fyrri hluta tíunda áratugarins og sendi þá frá sér lag sem naut vinsælda en kom aldrei út á plötu. Nokkrar mannabreytingar voru innan sveitarinnar og sumir meðlima hennar urðu síðar þekktir tónlistarmenn og reyndar einnig á öðrum sviðum mannlífsins. Synir…

VSOP [3] (1999)

Hljómsveitin VSOP (V.S.O.P.) var starfandi haustið 1999 en hún kom þá fyrst fram, ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Meðlimir sveitarinnar sem mun hafa verið í rokkaðri kantinum, voru Haraldur Davíðsson söngvari og gítarleikari, Matthías Stefánsson gítarleikari, Ólafur Þór Kristjánsson bassaleikari og Helgi Víkingsson trommuleikari.

Veröld (1991-92)

Hljómsveitin Veröld birtist sumarið 1992 á safnplötunni Bandalög 5 með lag sitt, Kúturinn en meira heyrðist ekki frá sveitinni. Veröld var stofnuð haustið 1991 og var markmiðið þá að koma út lagi sumarið eftir, það gekk eftir sem fyrr segir en lagið vakti ekki mikla athygli, um var að ræða eins konar popprokk og í…

Dægurlagakombóið (1994-)

Dægurlagakombóið var og er svolítið sérstök hljómsveit að því leyti að skipan hennar er sjaldnast sú sama. Ástæðan er sú að upphaflega var hún sett saman fyrir eitthvert eitt gigg árið 1994 sem heppnaðist vel, og í kjölfarið var sveitin bókuð á annað gigg þar sem aðrir hlupu í skarð þeirra sem forfölluðust. Þannig gekk…

Akureyrar-útlagarnir (1985-86)

Akureyrar-útlagarnir var eins og nafnið gefur til kynna, akureysk sveit og lét til sín taka um nokkurra mánaða skeið norðanlands veturinn 1985-86. Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Pétur Sigurðsson söngvari og gítarleikari (Kamarorghestar o.fl.), Steinþór Stefánsson bassaleikari (Q4U o.fl.) Sigurjón Baldvinsson gítarleikari, Jóhann Ásmundsson söngvari og klarinettuleikari, Kristinn V. Einarsson trommuleikari og Ólafur Þór Kristjánsson orgelleikari.…