Sigrún Harðardóttir [1] (1949-)

Sigrún Harðardóttir á merkilegt innlegg í íslenska tónlistarsögu en plata hennar, Shadow lady markaði tímamót í sögunni með því að vera fyrsta frumsamda breiðskífan hérlendis eftir konu. Sigrún sem þá hafði skipað sér meðal fremstu söngkvenna landsins sneri hins vegar baki við tónlistinni og sneri sér að öðrum málefnum. Sigrún Harðardóttir fæddist í Frakklandi 1949,…

Orion [1] (1956-58)

Nokkrar hljómsveitir hafa gengið undir nafninu Orion, sú fyrsta á sjötta áratugnum en hún bar ýmist nafnið Orion kvintett eða Orion kvartett, fyrrnefnda nafnið þó mun lengur. Sveitin varð að öllum líkindum fyrsta íslenska hljómsveitin til að fara í útrás. Það var gítarleikarinn Eyþór Þorláksson sem stofnaði Orion kvintett á fyrri hluta árs 1956 en…

Orion [2] (1964-70)

Hljómsveitin Orion var nokkuð sér á báti þann tíma sem hún starfaði síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en hún var nokkuð trú sinni Shadows-stefnu meðan aðrar sveitir breyttust í bítla- og síðan hippasveitir. Sveitin hafði líka þá sérstöðu í bransanum að hún var yfirlýst bindindissveit en slíkt var fátítt í þessum heimi. Sveitin var…

Orion [3] (um 1980)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu um eða eftir 1980, undir nafninu Orion. Meðlimir Orion léku saman í mörg ár undir ýmsum nöfnum s.s. Just now, Band nútímans og Antarah og var yfirleitt nokkurn veginn sami kjarninn í þessu sveitum en ekki liggur fyrir nákvæmlega hverjir skipuðu sveitina undir þessu nafni og er því óskað eftir þeim.