Hornaflokkur Vestmannaeyja (1904-09 / 1911-16)

Saga lúðrasveita í Vestmannaeyjum er býsna löng en þar hafa verið starfandi ótal lúðrasveitir í gegnum tíðina með mislöngum hléum inni á milli. Fyrst slíka sveit sinnar tegundar í Eyjum var stofnuð í upphafi 20. aldarinnar og starfaði í um tólf ár, reyndar þó ekki alveg samfleytt. Það var Brynjólfur Sigfússon sem átti heiðurinn að…

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar [1] (1958-63)

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík skipar veigamikinn og líklega mjög vanmetinn þátt í íslenskri tónlistarsögu en sveitin var eins konar uppeldishljómsveit fyrir kynslóð sem átti eftir að láta til sín taka í íslensku poppi næstu árin og áratugina á eftir, hér nægir að nefna nöfn eins og Gunnar Þórðarson, Einar Júlíusson, Engilbert Jensen, Rúnar Georgsson,…

Spútnik tríó (um 1957-60)

Hljómsveit sem bar nafnið Spútnik tríó var starfrækt af unglingsdrengjum í Keflavík undir lok sjötta áratugar síðustu aldar og var að einhverju leyti forveri sveita eins og Hljómsveitar Guðmundar Ingólfssonar og jafnvel Hljóma, sveitin var líklega starfandi 1957 eða 58 og gæti jafnvel hafa starfað í einhverri mynd til 1960 en upplýsingar um hana eru…

Skuggar [2] (1960-62)

Fjölmargar heimildir er að finna um keflvíska skólahljómsveit sem starfrækt var í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar enda var þessi sveit að einhverju leyti forveri hinna einu sönnu Hljóma frá Keflavík, gallinn er hins vegar að heimildirnar eru bæði misvísandi og sundurleitar og því verður að geta nokkuð inn í eyðurnar. Svo virðist sem hljómsveitin…

Skólahljómsveit Gagnfræðaskóla Keflavíkur (1956-61)

Í Gagnfræðaskólanum í Keflavík starfaði merkileg hljómsveit í kringum 1960 en hún ásamt Drengjalúðrasveit Keflavíkur innihélt kynslóð tónlistarfólks sem hratt af stað bylgju með hljómsveitina Hljóma í fararbroddi og á eftir fylgdu ótal þekktir tónlistarmenn og hljómsveitir úr bænum sem síðan þá hefur verið kallaður bítlabærinn Keflavík, hér má nefna Gunnar Þórðarson, Rúnar Júl, Magnús…

Fríða sársauki (1990-92)

Hljómsveitin Fríða sársauki starfaði um ríflega tveggja ára skeið í byrjun tíunda áratugarins og vakti nokkra athygli fyrir frumsamið efni, plata kom þó aldrei út með sveitinni þótt hún væri í undirbúningi. Sveitin var stofnuð haustið 1990 en kom í raun ekki fram á sjónarsviðið fyrr en vorið 1991 þegar hún hélt sína fyrstu tónleika.…

Hljómsveit Karls Jónatanssonar (1943-2003)

Þegar talað er um Hljómsveit Karls Jónatanssonar má segja að um margar sveitir sé að ræða og frá ýmsum tímum, reyndar ganga þær einnig undir mismunandi nöfnum eins og Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Kvintett Karls Jónatanssonar, Stórsveit Karls Jónatanssonar o.s.frv. en eiga það sammerkt að vera allar kenndar við hann. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Karls var starfrækt…