Sextett Bigga Haralds (1981)

Sextett Bigga Haralds var eins konar ballhljómsveit starfandi sumarið 1981 í Mosfellssveit og mun hafa verið hliðarverkefni við hljómsveitina Pass sem sömu meðlimir starfræktu um svipað leyti, stofnuð upp úr hljómsveitinni Partý. Kjarni sveitarinnar var sá hinn sami og síðar skipaði Gildruna, þeir Birgir Haraldsson söngvari (sem sveitin er einmitt kennd við), Karl Tómasson trommuleikari…

Gildran (1985-2013)

Rokkhljómsveitin Gildran starfaði í áratugi í Mosfellsbænum / Mosfellssveitinni og var lengi órjúfanlegur hluti af  menningarlífi bæjarins. Sveitin sendi frá sér fjölda platna, náði um tíma allnokkrum vinsældum en þó aldrei nægum til að teljast meðal allra stærstu böndum landsins, þrautseigja er hugtak sem nokkrir blaðamenn notuðu um sveitina en mörgum þótti með ólíkindum hversu…

Pass [4] (1992-)

Hljómsveitin Pass frá Hveragerði hefur skemmt heimafólki og nærsveitungum um árabil og meira að segja gefið út tónlist sína. Tíðar mannabreytingar hafa þó einkennt sveitina eins og oft er með langlífar hljómsveitir. Pass var stofnuð 1992 í blómabænum Hveragerði en stofnliðar sveitarinnar voru Kristinn Grétar Harðarson trommuleikari og söngvari, Óttar Hrafn Óttarsson söngvari, Sölvi Ragnarsson…

Pass [2] (1987-88)

Akureyska hljómsveitin Pass starfaði að minnsta kosti í eitt og hálft ár við lok níunda áratugarins og lék víða á þeim tíma. Pass var stofnuð haustið 1987 en meðlimir sveitarinnar voru þá Þórir Jóhannsson bassaleikari (Kandís o.fl.), Halldór Hauksson trommuleikari (Chaplin, N1+ o.fl.), Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari (Stjórnin o.fl.) og Vilhelm Hallgrímsson hljómborðsleikari, Júlíus Guðmundsson (Namm,…

Pass [3] (um 1980)

Hljómsveit mun hafa verið starfandi upp úr 1980 í Fellaskóla í Breiðholti undir nafninu Pass en litlar upplýsingar finnast um hana, þó liggur fyrir að Arnar Freyr Gunnarsson söngvari mun hafa verið í henni en hann var síðar sigurvegari Látúnsbarkakeppninnar 1988. Aðrir meðlimir sveitarinnar munu hafa verið Pétur [?], Stefán [?] og Sigurður [?] en…