Herbert Guðmundsson (1953-)

Allir þekkja nafn tónlistarmannsins Herberts Guðmundssonar (Hebba) en honum hefur tekist upp á sitt einsdæmi að halda uppi nánast stöðugum vinsældum eins lags (Can‘t walk away) frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar, lagið er löngu orðið sígilt en hann alltaf jafn duglegur að koma fram í partíum og einkasamkvæmum fólks á öllum aldri…

Andlát – Björgvin Gíslason (1951-2024)

Tónlistarmaðurinn Björgvin Gíslason er látinn, á sjötugasta og þriðja aldursári. Björgvin fæddist haustið 1951, hann var Reykvíkingur og ól þar manninn mest alla tíð. Hann var að mestu sjálflærður í tónlistinni, lærði þó lítillega á píanó en er auðvitað þekktastur fyrir gítarleikni sínam, hann lék þó einnig á fjölda annarra hljóðfæra s.s. píanó, hljómborð og…

Pelican (1973-77 / 1993 / 2001)

Hljómsveitin Pelican auðgaði íslenskt tónlistarlíf um miðjan áttunda áratug 20. aldarinnar en hún var stofnuð sumarið 1973 af Pétri Wigelund Kristjánssyni söngvara og Gunnari Hermannssyni bassaleikara sem höfðu verið saman í hljómsveitinni Svanfríði, einnig voru Björgvin Gíslason gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Ómar Óskarsson gítarleikara meðal stofnenda en þeir höfðu verið í sveit sem hét…

Pelican – Efni á plötum

Pelican – Jenny darling / My glasses [ep] Útgefandi: ÁÁ records Útgáfunúmer: ÁÁ 017 Ár: 1974 1. Jenny darling 2. My glasses Flytjendur Björgvin Gíslason – hljómborð, gítarar og píanó Ásgeir Óskarsson – ásláttur og trommur Jón Ólafsson [3] – raddir og bassi Pétur W. Kristjánsson – raddir, kazoo, söngur og tambúrína Ómar Óskarsson – raddir og gítarar Pelican – Uppteknir Útgefandi: ÁÁ records…

Svanfríður (1972-73)

Hljómsveitin Svanfríður er að líkindum ein þekktasta íslenska prog-rokkssveitin en minning hennar hefur haldist enn fremur á lofti vegna þess hve eftirsótt þeirra eina breiðskífa er af plötusöfnurum. Sveitin var stofnuð snemma árs 1972 af þeim Pétri Kristjánssyni söngvara, Gunnari Hermannssyni bassaleikara, Birgi Hrafnssyni gítarleikara og Sigurði Karlssyni trommuleikara. Tveir síðast töldu komu úr hljómsveitinni Ævintýri…