Stykk (1975-2000)

Hljómsveitin Stykk frá Stykkishólmi starfaði í áratugi og lék á dansleikjum í heimabyggð og miklu víðar, sveitin hafði frumsamda tónlist á takteinum og um það leyti sem hún fagnaði tuttugu og fimm ára afmæli gaf hún út plötu. Stykk mun hafa verið stofnuð sumarið 1975 í Stykkishólmi en ein heimild segir reyndar að hún hafi…

Soma (1996-98 / 2020-)

Reykvíska indírokksveitin Soma vakti á sínum tíma mikla athygli fyrir plötuna Föl, þar sem lagið Grandi Vogar II naut mikilla vinsælda sumarið 1997. Soma var stofnuð vorið 1996 af Guðmundi Annas Árnasyni söngvara, Þorláki Lúðvíkssyni hljómborðsleikara, Snorra Gunnarssyni gítarleikara, Jónasi Hlíðari Vilhelmssyni trommuleikara, Halldóri Sölva Hrafnssyni gítarleikara og Pétri Rafnssyni bassaleikara. Þannig skipuð sigraði sveitin…

Glimmer (1994-96)

Hljómsveitin Glimmer var pönkrokkband sem var ekki áberandi á sínum tíma, sveitin gaf þó út snældu og kom síðar fram sem hljómsveitin Soma eftir mannabreytingar. Glimmer var stofnuð haustið 1994 og var þá skipuð þeim Snorra Gunnarssyni gítarleikara, Halldóri Sölva Hrafnssyni gítarleikara, Þorláki Lúðvíkssyni söngvara, Hafliða Ragnarssyni trommuleikara og Pétri Rafnssyni bassaleikara. Þegar Hafliði trymbill hætti…

Glimmer – Efni á plötum

Glimmer – Engill [snælda] Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1995 1. Hræfjall 2. Bram stoker 3. Munnur 4. Grandi – Vogar 5. Elín 6. Flowers 7. Sólfari 8. Glæfraför Flytjendur Þorlákur Lúðvíksson – söngur Snorri Gunnarsson – gítar Halldór Sölvi Hrafnsson – gítar Pétur Rafnsson – bassi Hafliði Ragnarsson – trommur