Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar (1957-72 / 1981-82)

Magnús Ingimarsson píanóleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni en ein þeirra var afar vinsæl húshljómsveit á Röðli til margra ára og um leið stúdíóhljómsveit sem lék inn á fjölda hljómplatna en Magnús starfaði á annan áratug sem útsetjari og hljómsveitarstjóri fyrir SG-hljómplötu-útgáfuna. Fyrsta hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar starfaði undir lok sjötta áratugarins en ekki liggja…

Hljómsveit Guðmundar Samúelssonar (1994-2006)

Harmonikkuleikarinn Guðmundur Samúelsson var virkur í Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík bæði sem harmonikkuleikari og í félagsstörfum þess en hann starfrækti hljómsveit innan félagsins um nokkurt skeið. Litlar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit, heimildir eru fáar og sjálfsagt hafa orðið ýmsar mannabreytingar á henni í gegnum árin. Fyrir liggur að árið 1994…

Hljómsveit Braga Hlíðberg (1946-56 / 1993-96)

Þegar talað er um hljómsveit Braga Hlíðberg er í raun um nokkrar sveitir að ræða – þar af ein sem starfaði í þrjú til fjögur ár, hinar sveitirnar höfðu mun skemmri líftíma. Bragi Hlíðberg harmonikkuleikari starfrækti árið 1946 hljómsveit sem var auðsýnilega skammlíf því hún virðist aðeins hafa leikið um skamma hríð um sumarið fyrir…

Tríó Steinþórs Steingrímssonar (1953 / 1971-72 / 1983)

Steinþór Steingrímsson píanóleikari var þrívegis með tríó á sinni könnu, þau voru ýmist kölluð Tríó Steinþórs Steingrímssonar eða Tríó Steina Steingríms. Vorið 1953 lék tríó undir hans stjórn með breska trompetleikaranum Leslie Hutchinson sem hélt hér tónleika en auk Steinþórs voru Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Pétur Urbancic bassaleikari í tríóinu. Steinþór mun einnig hafa starfrækt…

Hljómsveitir Jan Morávek (1948-62)

Tékknesk/austurríski tónlistarmaðurinn Jan Morávek bjó og starfaði hér á landi allt frá árinu 1948 og til andláts 1970 en hann var afkastamikill, lék á fjölda hljóðfæra með fjölmörgum tónlistarmönnum og inn á fjölda platna, hann starfrækti jafnframt fjölda hljómsveita af ýmsum stærðum og gerðum sem hér verða til umfjöllunar eftir fremsta megni – upplýsingar eru…

Hljómsveitir Guðjóns Matthíassonar (1954-78 / 1994 )

Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveitir um árabil en hann var þekktur og virtur innan „gömlu dansa“ samfélagsins og komu út fjölmargar plötur í nafni Guðjóns og sveita hans, hér er fjallað um hljómsveitir hans eftir því sem heimildir liggja fyrir um þær en óskað er eftir frekari upplýsingum um sveitirnar eftir því sem við á.…

Hljómsveit Þórarins Óskarssonar (1950-89)

Básúnuleikarinn Þórarinn Óskarsson starfrækti fjölda hljómsveita um ævi sína en þær störfuðu á tímabili sem spannar um fjóra áratugi – þó með mörgum og mislöngum hléum. Fyrsta sveit Þórarins, Þ.Ó. kvintettinn (eða ÞÓ kvintett) starfaði í byrjun sjötta áratugarins en var stofnuð sumarið 1950, meðlimir hennar í upphafi voru líklega auk Þórarins sjálfs þeir Guðni…

Neistar [3] (1973-2011)

Þekktust þeirra hljómsveita sem gengið hafa undir nafninu Neistar er án efa sú sveit sem Karl Jónatansson harmonikkuleikari starfrækti í áratugi. Neistar sérhæfði sig alla tíð í gömlu dönsunum og harmonikkutónlist en fyrstu heimildir um hana er að finna frá vorinu 1973 en þá var hún fjögurra manna. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi…

Naust-tríóið (1954-70)

Naust-tríóið var húsband veitingastaðarins Naustsins við Vesturgötu og starfaði þar allt frá opnun staðarins haustið 1954 og líklega til ársins 1970 í alls sextán ár. Tríó Naustsins var líkast til skipað sama mannskapnum alla tíð, í upphafi var talað um að þeir yrðu þar tveir til þrír en líklega voru þeir alltaf þrír, Carl Billich…

Hljómsveit Aage Lorange (1931-61)

Hljómsveit Aage Lorange er án efa ein lífseigasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu, a.m.k. hvað óslitna spilamennsku varðar en hún starfaði samfleytt við vinsældir í um þrjátíu ár, á þeim árum léku hljómsveitir sem þessar flest kvöld vikunnar. Sveitin var stofnuð af Aage Lorange (1907-2000) árið 1931 til að leika í Iðnó en upphaflegir meðlimir voru auk…