Strákarnir [1] (1986)

Hljómsveitin Strákarnir starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1986, og lék þá á nokkrum tónleikum. Sveitina skipuðu nokkrir tónlistarmenn sem þá ýmist voru þekktir eða að verða það, þeir voru Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, Pjetur Stefánsson gítarleikari, Guðmundur Gunnarsson trommuleikari, Jens Hansson saxófónleikari og Björgvin Gíslason gítarleikari, líklegt er að Pjetur hafi sungið. Strákarnir komu fyrst…

Big nós band (1982-83)

Big nós band var ekki eiginleg hljómsveit heldur aukasjálf Pjeturs Stefánssonar tónlistar- og myndlistamanns en hann hóaði saman í hljómsveit þegar kom að því að gefa út plötu. Sveitin sem var stofnuð snemma árs 1982 kom a.m.k. tvisvar fram undir nafninu Stockfield big nose band, m.a. á Melarokki en þegar platan kom út hafði því…

Afmælisbörn 9. nóvember 2015

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Pjetur Stefánsson tónlistar- og myndlistarmaður er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Hann hefur gefið út plötur undir eigin í nafni se, PS en einnig með öðrum s.s. PS & Bjóla, Big nós band og PS&CO, hann vann svolítið með Megasi um tíma sem og Vinum…

Blues akademían (2008-)

Blues akademían er eins og nafnið gefur til kynna blússveit, starfandi 2008. Meðlimir Blues akademíunnar eru þeir Pjetur Stefánsson söngvari og gítarleikari, Páll Pálsson bassaleikari, Tryggvi Hübner gítarleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari og Sigurður Sigurðsson söngvari og munnhörpuleikari. Sveitin mun vera starfandi ennþá.

Tónabræður [5] (1980-85)

Hljómsveitin Tónabræður var starfandi í Reykjavík á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar. Þessi sveit var ekki langlíf en innihélt m.a. nokkra aðila sem áttu sér rætur í pönkinu, þá Hrafnkel Sigurðsson, Hallkel Jóhannsson, Árna Pál Jóhannsson, Pjetur Stefánsson, Hörð Bragason, Óskar Jónasson og Kormák Geirharðsson. Sveitin ku hafa verið skilgreind sem gervidjassband og hafa…

Afmælisbörn 9. nóvember 2014

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Pjetur Stefánsson hefur gefið út plötur með eigin efni í nafni PS, PS & Bjóla, Big nós band og PS&CO, hann er 61 árs. Leó R. Ólason hljómborðsleikari frá Siglufirði er 59 ára, hann lék með sveitum eins og Frum, Hendrix, Vönum mönnum og fleirum.