Hreppararnir (1988-89)

Hreppararnir var unglingahljómsveit sem starfaði 1988 og 1989 á Hvammstanga og nágrenni. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Hrepparana, sveitin hélt dansleik á Hvammstanga vorið 1989 og lék sjálfsagt eitthvað meira opinberlega. Fyrir liggur að Ragnar Karl Ingason var einn meðlima sveitarinnar (hugsanlega gítarleikari og söngvari) en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hennar sem…

Hippabandið [1] (1981-82)

Hippabandið var hljómsveit sem starfaði innan Héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði snemma á níunda áratug síðustu aldar en sveitin var þó í raun frá Hvammstanga. Hippabandið var líklega stofnuð haustið 1981 sem skólahljómsveit á Reykjum, og voru meðlimir hennar þeir Geir Karlsson gítarleikari, Júlíus Ólafsson söngvari, Eiríkur Einarsson (Eiki Einars) gítarleikari, Ragnar Karl Ingason bassaleikari…

Slagarasveitin (1986-)

Slagarasveitin er hljómsveit sem hefur verið starfrækt frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Upphaflega starfaði hún á Hvammstanga en hefur á síðustu árum gert út frá höfuðborgarsvæðinu, sveitin hefur þó fjarri því starfað samfleytt og áður en meðlimir hennar fóru á fullt skrið aftur var hún í fimmtán ára pásu þar á undan.…

Tromp (1996-98)

Dúettinn Tromp var eins konar tímabundið verkefni, sett saman fyrir útgáfu einnar plötu. Það var Ragnar Karl Ingason frá Hvammstanga sem fékk snemma árs 1996 til samstarfs við sig sextán ára söngkonu, Hörpu Þorvaldsdóttur einnig frá Hvammstanga. Þar sem Ragnar bjó þá á Blönduósi varð samstarfið ekki samfellt en þau komu þó fram í nokkur…

Lexía [2] (1977-93)

Lexía hét húnversk hljómsveit og þótti öflug í sveitaballamenningunni norðan lands á sínum tíma. Hún afrekaði að koma út einni plötu, en það var fyrsta platan sem gefin var út í Húnvatnssýslu. Hljómsveitin var stofnuð 1977 að Laugarbakka í Miðfirði og var lengi skipuð mönnum úr sveitinni í kring, þeir voru Axel Sigurgeirsson trommuleikari, Björgvin…