Söngvinir heilags Þorláks í Rangárþingi [félagsskapur] (1990-91)

Upplýsingar óskast um félagsskap eða tónleikaröð sem gekk undir nafninu Söngvinir heilags Þorláks í Rangárþingi en það stóð fyrir tónleikahaldi á Hellu árin 1990 og 91, þar sem boðið var bæði upp á klassíska tónlist og djass í tónleikaformi.

Söngsystur [7] (1996)

Óskað er eftir upplýsingum um söngkvartett, að líkindum starfandi í Rangárþingi undir nafninu Söngsystur árið 1996. Söngsystur sungu á Héraðsvöku Rangæinga vorið 1997 en meira liggur ekki fyrir um þennan kvartett.

Slaufurnar (1989-91)

Kvennakór sem bar nafnið Slaufurnar starfaði í Rangárþingi um tveggja ára skeið, 1989 til 91 undir stjórn Margrétar Runólfsdóttur en haustið 1991 var nafni kórsins breytt í Kvennakórinn Ljósbrá og hefur hann starfað undir því nafni síðan. Slaufurnar komu líkast til fram aðeins í eitt skipti opinberlega undir því nafni.

Samkór Rangæinga [2] (1996-2015)

Samkór Rangæinga (hinn síðari) starfaði í Rangárþingi í um tvo áratugi undir lok tuttugustu aldar og fram á þá tuttugustu og fyrstu, hann varð til upp úr Samkór Oddakirkju. Haustið 1995 hafði Samkór Oddakirkju verið stofnaður upp úr Kirkjukór Oddakirkju, hann var skipaður söngfólki víða úr Rangárvallasýslu sem hafði bæst í hóp kirkjukórsins en stjórnandi…

Fávitar í spennitreyju (2003)

Hljómsveitin Fávitar í spennitreyju úr Rangárþingi (líklega Hvolsvelli) var meðal þátttakenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 2003. Sveitina skipuðu þeir Árni Rúnarsson söngvari, Ómari Smári Jónsson gítarleikari og söngvari, Jón Óskar Björgvinsson bassaleikari og Andri Geir Jónsson trommuleikari. Fávitar í spennitreyju komust ekki áfram í úrslit keppninnar.

Blástakkar [3] (1948-60)

Hljómsveitin Blástakkar var fyrsta danshljómsveitin sem starfaði í Rangárvallasýslu en fram til þess tíma höfðu harmonikkuleikarar, ýmist einir eða fleiri saman annast slíka ballspilamennsku. Sveitin var stofnuð líklega árið 1948 fremur en 49 og var kjarni hennar skipaður sömu mönnum mest allan tímann sem hún starfaði, það voru þeir Grétar Björnsson gítarleikari, Rúdolf Stolzenwald píanóleikari,…

Jójó [2] (1985-86)

Litlar upplýsingar er að finna um rangæsku hljómsveitina Jójó sem var líklega starfandi um miðjan níunda áratug liðinnar aldar, hugsanlega í nokkur ár. Meðlimir þessarar sveitar, sem einkum lagði áherslu á árshátíðir og þorrablót, voru Tryggvi Sveinbjörnsson, Jón Ólafsson, Hjörtur Heiðdal, Jón Þorsteinsson og Hafsteinn Eyvindsson. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan Jójó var en allar…