Faðmlag (1987)

Hljómsveit sem var eins konar instrumental pönksveit starfaði um skamman tíma haustið 1987 undir nafninu Faðmlag, hugsanlega kom hún fram í aðeins eitt skipti. Faðmlag var einhvers konar angi af hljómsveitinni Rauðum flötum sem þá hafði notið nokkurra vinsælda en ekki finnast upplýsingar um hverjir þeirra Rauðra flata-liða skipuðu hana.

Rauðir fletir (1986-87)

Reykvíska hljómsveitin Rauðir fletir vakti mikla athygli á sínum tíma þegar mikil deyfð var yfir rokksveitum á Íslandi, sveitin hafði háleit markmið, lifði fremur stutt en sendi þó frá sér tvær plötur. Davíð Freyr Traustason hafði verið söngvari í hljómsveitinni Röddinni og fengið nokkra athygli með þeirra sveit þegar hann ásamt Ingólfi Sigurðssyni trommuleikara (SSSól,…

Konsert (1986)

Hljómsveitin Konsert tók þátt í Músíktilraunum vorið 1986 en komst þar ekki í úrslit. Í sveitinni voru Ingólfur Sigurðsson trommuleikari (SSSól, Rauðir fletir o.fl.), Valdimar Bragi Bragson gítarleikari (Rauðir fletir, Nýdönsk), Hermann Jónsson bassaleikari (Rauðir fletir), Bergur Már Bernburg hljómborðsleikari (Nýdönsk), Sturla [?], og Jói [Jóhann Sigfússon?]. Ekki er ljóst á hvaða hljóðfæri þeir tveir…