Frisko [1] (1979-80)

Hljómsveit að nafni Frisko (Frisco / Friskó) starfaði að minnsta kosti á árunum 1979 og 1980, síðarnefnda árið lék sveitin á popphátíð sem haldin var á Reyðarfirði en hún var einmitt starfrækt þar í bæ. Frisko var stofnuð snemma árs 1980 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði, meðlimir hennar voru Hannes Sigurðsson trommuleikari,…

Coma [5] (2002)

Hljómsveitin Coma frá Reyðarfirði var ein fjölmargra sveita sem keppt í Músíktilraunum vorið 2002. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hákon Jóhannsson söngvari, Bessi Atlason trommuleikari og Hans Guðmundsson gítarleikari. Athygli vakti að enginn bassaleikari starfaði með sveitinni en hún komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.

Ómar [2] (1964-68)

Hljómsveitin Ómar frá Reyðarfirði var dæmigerð hljómsveit á landsbyggðinni sem sinnti sinni heimabyggð og nágrannabyggðalögum með sóma, lék á dansleikjum fyrir alla aldurshópa og var skipuð meðlimum á ýmsum aldri. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Ómar var stofnuð, sumar heimildir segja hana stofnaða 1964 en saga hennar gæti náð allt aftur til ársins 1962 eða…

D&B Túrbó (1999)

Litlar upplýsingar er að finna um austfirsku rokksveitina D&B Túrbó sem var starfrækt haustið 1999. Það litla sem liggur fyrir er að sveitin var frá Reyðarfirði og Eskifirði, allar upplýsingar eru vel þegnar.

Hroðmör (um 2000)

Hljómsveitin Hroðmör frá Egilsstöðum/Reyðarfirði var starfandi í kringum 2000 og vakti töluverða athygli, einkum austanlands. 1999 tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og voru meðlimir þá Aðalsteinn Jósepsson söngvari, Óli Rúnar Jónsson trommuleikari, Þorkell Guðmundsson bassaleikari, Einar Hróbjartur Jónsson gítarleikari og Einar Ás Pétursson gítarleikari. Tónlist sveitarinnar var skilgreind sem loparokk. Ári síðar átti sveitin síðan…