Skólahljómsveitir Tónlistarskólans á Akureyri (1956-)

Innan Tónlistarskólans á Akureyri (Tónlistarskóla Akureyrar) hefur jafnan verið blómlegt hljómsveitastarf og voru áttundi og níundi áratugur síðustu aldar einkar blómlegir hvað það varðar, erfitt er að henda reiður á fjölda þeirra því þær hafa verið af alls konar tagi og af ýmsum stærðum. Tónlistarskólinn á Akureyri var stofnaður 1946 og þrátt fyrir að eiginleg…

Goðakvartettinn (1972-80)

Goðakvartettinn var söngkvartett starfandi innan Karlakórsins Goða sem starfræktur var innan fjögurra hreppa í Suður-Þingeyjasýslu, austan Vaðlaheiðar. Hér er gert ráð fyrir að Goðakvartettinn hafi verið stofnaður um svipað leyti og karlakórinn (1972) en meðlimir kvartettsins munu allir hafa verið starfandi kennarar innan Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði. Í upphafi skipuðu kvartettinn þeir Viktor A. Guðlaugsson fyrsti…

Karlakórinn Þrymur [2] (1933-75)

Karlakórinn Þrymur á Húsavík (hinn síðari) starfaði mun lengur en sá fyrri eða í liðlega hálfa öld. Stefán Guðjohnsen sem hafði haft veg og vanda af fyrri Þrymi kom að stofnun seinni kórsins haustið 1933 en sr. Friðrik A. Friðriksson, sem var þá nýkominn til Íslands úr Vesturheimi, og fleiri aðilar komu einnig að stofnun…

Karlakórinn Goði (1972-80)

Karlakórinn Goði var fremur óhefðbundinn karlakór sem starfaði á áttunda áratug síðustu aldar, og sendi frá sér þrjár plötur. Kórinn var stofnaður haustið 1972 og var skipaður söngmönnum úr fjórum hreppum austan Vaðlaheiðar. Goði fékk strax í upphafi tékkneskan stjórnanda, Robert Bezdék sem starfaði þá sem kennari við tónlistarskólann á Húsavík. Bezdék hafði ekki starfað…