Guðmundur Haukur Jónsson (1949-)

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Haukur Jónsson var í nokkrum þekktum hljómsveitum á áttunda áratug síðustu aldar en hann var þá áberandi í hlutverki söngvara, síðar varð hann þekktari fyrir spilamennsku á Skálafelli á Hótel Esju. Hann hefur einnig sent frá sér sólóplötur. Guðmundur Haukur er Reykvíkingur, fæddur 1949 og gerðist orgelleikari sextán ára í hljómsveit Arnþórs Jónssonar…

Roof tops (1967-75)

Hljómsveitin Roof tops hafði nokkra sérstöðu í íslensku bítla- og hippasenunni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, sérstaðan fólst í því að sveitin lagði áherslu á ameríska soultónlist, svokallað tamlatónlist, og innihélt blásara sem ekki var beint móðins í þá tíð. Sveitin spilaði þó ekki soultónlistina eingöngu því smám saman blönduðust aðrar stefnur prógramminu.…

Halldór Fannar [2] (1950-96)

Halldór Fannar Ellertsson (f. 1950) vakti snemma athygli fyrir tónlistarhæfileika í heimabyggð sinni fyrir vestan, lék á orgel og var ungur kominn í hljómsveitina Röðla sem spilaði m.a. á héraðsmótum vestanlands. Hann var einnig um tíma í Straumum, Roof tops og Örnum en gerði þar stuttan stans. Halldór Fannar varð óreglumaður, stundaði sjómennsku og önnur…