Guðmundur Haukur Jónsson (1949-)
Tónlistarmaðurinn Guðmundur Haukur Jónsson var í nokkrum þekktum hljómsveitum á áttunda áratug síðustu aldar en hann var þá áberandi í hlutverki söngvara, síðar varð hann þekktari fyrir spilamennsku á Skálafelli á Hótel Esju. Hann hefur einnig sent frá sér sólóplötur. Guðmundur Haukur er Reykvíkingur, fæddur 1949 og gerðist orgelleikari sextán ára í hljómsveit Arnþórs Jónssonar…


