Samhjálp [félagsskapur / útgáfufyrirtæki] (1973-)

Félagsskapurinn Samhjálp er ekki beinlínis tónlistartengt fyrirbæri en hefur þó komið að ýmsum tónlistartengdum verkefnum í formi tónlistarflutnings á samkomum þess og útgáfu á tónlist í gegnum árin. Samhjálp var formlega stofnuð árið 1973 og var upphaflega meðferðarúrræði fyrir óreglufólk sem Fíladelfíusöfnuður Hvítasunnukirkjunnar setti á fót að sænskri fyrirmynd en Georg Viðar Björnsson hafði tveimur…

Fjölskyldan fimm (1981-84)

Sönghópurinn Fjölskyldan fimm starfaði innan Samhjálpar en meðlimir hans komu allir úr sömu fjölskyldunni og fluttu trúarlega tónlist. Fjölskyldan fimm kom fyrst fram á samkomum Samhjálpar haustið 1981 en þau voru systkinin Gunnbjörg, Ágúst, Kristinn og Brynjólfur Ólabörn og svo faðir þeirra, Óli Ágústsson, Gunnbjörg var þeirra sínu mest áberandi í söngnum en hún söng…

Fíladelfíukórinn í Reykjavík (1950-98)

Fíladelfíukórinn í Reykjavík starfaði innan Fíladelfíusafnaðar Hvítasunnukirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu en söfnuðurinn hefur starfað síðan 1936. Kórinn sendi frá sér nokkrar plötur sem innihélt tónlist með kristilegum boðskap. Ekki liggur alveg fyrir nákvæmlega hvenær Fíladelfíukórinn var stofnaður eða hversu lengi hann starfaði en óformlegar æfingar munu hafa hafist árið 1950 þegar Árni Arinbjarnarson hóf að æfa…

Beiskar jurtir (1991-92)

Litlar sem engar upplýsingar finnast um tríóið sem þó hefur líkast til sungið trúarlega tónlist, en hugsast gæti að meðlimir þess hafi verið Gunnbjörg Óladóttir, Íris Guðmundsdóttir og Harpa Hallgrímsdóttir. Lesendur mættu gjarnan fylla inn í þær eyður sem hægt er.

Óli Ágústsson (1936-)

Óli Ágústsson (Óli Ágústar) (f. 1936) er af mörgum talinn fyrsti íslenski rokksöngvarinn en hann var einn ungra söngvara sem kom á sjónarsviðið upp úr miðjum sjötta áratug síðustu aldar og söng rokk, ólíkt hinum söng hann eingöngu rokk og var þess vegna auglýstur undir nafninu Óli Presley enda sérhæfði hann sig í Presleylögum, hann…