Beiskar jurtir (1991-92)

Litlar sem engar upplýsingar finnast um tríóið sem þó hefur líkast til sungið trúarlega tónlist, en hugsast gæti að meðlimir þess hafi verið Gunnbjörg Óladóttir, Íris Guðmundsdóttir og Harpa Hallgrímsdóttir. Lesendur mættu gjarnan fylla inn í þær eyður sem hægt er.

Rasp (1990 / 2007-08)

Hljómsveitin Rasp er fyrirbæri sem erfitt er að finna upplýsingar um. Sveitin starfaði árið 1990 og var þá meðal flytjenda á safnsnældunni Strump. Ekki liggur þó fyrir hverjir skipuðu þessa sveit þá aðrir en Guðni Már Henningsson ljóðskáld og útvarpsmaður. Heimildir finnast síðan um sveitina frá árunum 2007 og 08. Þá voru í henni Guðni…

Óli Ágústsson (1936-)

Óli Ágústsson (Óli Ágústar) (f. 1936) er af mörgum talinn fyrsti íslenski rokksöngvarinn en hann var einn ungra söngvara sem kom á sjónarsviðið upp úr miðjum sjötta áratug síðustu aldar og söng rokk, ólíkt hinum söng hann eingöngu rokk og var þess vegna auglýstur undir nafninu Óli Presley enda sérhæfði hann sig í Presleylögum, hann…