Afmælisbörn 13. mars 2022

Fimm afmælisbörn koma við sögu á Glatkistunni í dag: (Þórir) Karl Geirmundsson gítarleikari frá Ísafirði er áttatíu og þriggja ára gamall í dag, hann lék í BG & Ingibjörgu með bróður sínum Baldri Geirmundssyni, en sú sveit gekk reyndar undir ýmsum nöfnum. Einnig lék Karl á sínum tíma með Hljómsveit Vilbergs Vilbergssonar (Villa Valla), Hljómsveit…

Sigríður Hannesdóttir (1932-)

Sigríður Hannesdóttir leikkona er líklega þekktust fyrir tvennt, annars vegar sem frægasti hrafn Íslandssögunnar en hún léði Krumma rödd sína og hreyfingar í Stundinni okkar á upphafsárum Ríkissjónvarpsins – hins vegar fyrir aðkomu sína að Brúðubílnum sem hún starfrækti ásamt fleirum um árabil. En Sigríður starfaði einnig söng- og leikkona og kom að fjölda revíu-…

Brúðubíllinn (1976-)

Brúðubíllinn er ómissandi þáttur af barnæsku fjölmargra kynslóða en hann hefur starfað óslitið allt frá árinu 1976. Reyndar má rekja upphaf Brúðubílsins allt aftur til ársins 1968 þegar Leikbrúðuland Jóns E. Guðmundssonar var stofnað en það fyrirtæki kom að ýmsum verkefnum m.a. fyrir Ríkissjónvarpið sem þá var tiltölulega nýstofnað. Fúsi flakkari og Rannveig og Krummi…

Rannveig og Krummi (1967-69)

Tvíeykið Rannveig og Krummi var fyrstu kynslóð ungra sjónvarpsáhorfenda sérlega minnisstætt en þau voru góðkunningjar íslenskra barna á árunum 1967-69 og var sárt saknað lengi á eftir. Þegar Ríkissjónvarpið hóf göngu sína haustið 1966 kom fljótlega fram krafa um vandað sjónvarpefni fyrir börn. Kallinu var svarað snarlega með þættinum Stundinni okkar, sem reyndar er löngu…